fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Laurel eða Yanny: Svarið er komið

Steingerður Sonja Þórisdóttir
Fimmtudaginn 17. maí 2018 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir muna eftir stóra kjólamálinu þar sem netheimur skiptist í tvennt yfir hvaða liti augað nam á mynd af kjól sem dreift var á félagsmiðlum. Síðustu daga hefur upptaka farið manna á milli þar sem hlustendur heyra karlmanns rödd ýmist segja Yanny eða Laurel.

Það voru upphaflega grunnskólaneminn Katie Hazel í Flowery branch grunnskólanum í Georgíu sem uppgötvaði klippuna. Hún hafði fundið hana á síðunni Vocabulary.com, þar sem hún leitaði að orðinu Laurel en þegar hún spilaði upptökuna heyrði hún ekki annað en að röddin segði Yanny. Hún spilaði upptökuna svo fyrir bekkjarfélaga sína sem skiptust í tvo hópa; annar heyrði Yanny og hinn Laurel.

Vinur hennar Fernando Castro setti svo upptökna á Instagram-síðu sína og annar félagi þeirra tengil á upptökuna á Reddit. Stuttu seinna setti Chloe nokkur Feldman upptökuna á Twitter-aðgang sinn ásamt könnum um hvort nafnið hlustendur heyrðu. Feldman er vinsæl á Youtube þar sem hún á um 610.000 fylgendur svo klippan fékk í kjölfarið mikla dreifingu. Vinahópar og starfsstaðir hafa svo skipst í tvennt yfir því hvað fólk heyrir.

En nú er semsagt svarið komið, upptakan er af nafninu Laurel. Hún var gerð af óperusöngvara en Marc Tinkler, framkvæmdastjóri Vocabulary.com, vill ekki láta nafn hans getið. Hann gefur það þó upp til gamans að eigandi raddarinnar hafi verið í upphaflega leikhópnum í söngleiknum Cats eftir Andew Lloyd Webber.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum