fbpx
Sunnudagur 10.ágúst 2025
Fréttir

„Það er engin leið fyrir fíkniefnaneytandann að sjá hvað gerist heima á meðan hann er í neyslu“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 3. maí 2018 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst mikilvægt að sýna fólki hvað neysla hefur víðtæk áhrif ekki bara á fíkilinn heldur alla í kringum hann,“ segir Tómas Welding Sigurðarson kvikmyndagerðarmaður en vinnur nú að gerð stuttmyndar sem mun varpa ljósi á raunverulegar og algengar afleiðingar sem hljótast af líferni vímuefnaneytenda á fjölskyldur þeirra. Tómas þekkir það sjálfur að vera aðstandandi fíkils og vonast til að hægt verði að sýna myndina í forvarnarskyni.

Tómas, sem er 19 ára gamall er kominn á fullt í kvikmyndabransanum þrátt fyrir ungan aldur og hefur undanfarin misseri unnið sjálfstætt í hinum ýmsu verkefnum. Í samtali við DV segir hann innblásturinn fyrir myndina hafa sprottið út frá hans eigin reynslu af því að horfa upp á náinn aðstandana hverfa inn í heim fíkniefna. Þannig er persónurnar í sögunni í grunninn byggðar á persónum úr hans eigin lífi. Titilll myndarinnar er „Fíkilinn.“

„Margar af þessum forvarnarmyndum sem eru sýndar í skólum sýna mjög ýkta mynd af fíkniefnaneytendum, eitthvað sem venjulegir einstaklingar eru ekkert endilega að tengja við. Með því að segja sögu aðstandanda, meðal manneskju og sýna hvað viðkomandi er að fara í gegnum þá er líklegra að áhorfandinn tengi við það.“

Hann vonast til  þessað hægt sé að forða einstaklingum frá því að leiðast út í neyslu, með því að sýna blákalt þær þjáningar og örvæntingu sem aðstandendur fíkla þurfa að ganga í gegnum.

„Í upphafi sjáum við fíkil sem er í neyslu og fylgjumst með hvernig ástand hans hríðversnar með tímanum,“ segir Tómas. Hann segir móður sína að mörgu leyti vera fyrirmyndina að móðurinni í sögunni.

Í lýsingu á myndinni kemur fram;

„Í fjöldamörg ár hefur fjölskylda ein gengið í gegnum margskonar erfiðleika sem tengjast fíkniefnaneyslu fjölskyldumeðlims, sérstaklega móðirin í þessu tilfelli.

Myndin verður gerð á frekar sérstakan hátt. Við munum fylgja fíkniefnaneytanda í gegnum myndina, en samt sem áður segja sögu móður hans sem er heima. Við sjáum aldrei mömmuna, en rödd hennar kemur sterkt í gegn.

Við vonum að myndin nýtist vel til upplýsingar á einni af þeim skuggahliðum fíkniefnaneyslu sem ekki hefur farið hátt um en þarfnast þess að verða tekin meira inn í umræðuna þegar rætt er um þann skaða sem fíkniefnaneysla veldur. Betur upplýst, með víðari sýn, hljótum við að verða betur í stakk búin til að sníða forvarnir og úrræði.

Það er engin leið fyrir fíkniefnaneytandann að sjá hvað gerist heima á meðan hann er í neyslu, oft fjarverandi í einhverju greni.“

Til að fjármagna verkefnið hefur Tómas sett á stað söfnun á vef Karolina Fund en söfnunarféð verður stuðningur nýtt í leigu á tækjabúnaði, smíði á leikmynd og í greiðslur til tökuliðs. Hann vonast eftir stuðningi svo að myndin geti orðið að veruleika og jafnvel orðið öðrum til góðs.

Hann tekur undir með því að langflestir þekki fíkil, hvort sem það er í eigin fjölskyldu eða annarri. Ekki er óalgengt að allir meðlimir fjölskyldunnar þurfi að líða fyrir fíknina, á einn eða annan hátt.

„Þetta getur haft neikvæð áhrif á alla, einum byrjar að líða illa og þá líður öllum illa. Fólk kanski talar ekki saman og veit ekkert hvað er í gangi. Þetta getur sett allt á hvolf.“

Hægt er að styrkja gerð stuttmyndarinnar Fíkillinn á vef Karolina Fund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza

Allt á suðupunkti eftir að Ísraelsmenn tilkynntu að þeir ætli að taka yfir Gaza
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns

Sérfræðingur veltir fyrir sér hvort þetta sé arftaki Pútíns
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“

Segir samráðsleysi við íbúa Ölfuss algjört – „Þögn er sama og samþykki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“

Ragnar segir fólk flykkjast í Reynisfjöru: „Þetta hefur alltaf verið svona þegar verður slys“