fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
FréttirPressan

Erfitt verkefni bíður forseta Suður-Afríku við að taka á spillingu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. apríl 2018 16:30

Cyril Ramaphosa forseti Suður-Afríku. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýtt uppgjör er framundan í Suður-Afríku. Að þessu sinni er það ekki við aðskilnaðarstefnuna eins og eftir fyrstu frjálsu kosningarnar 1994. Nú er það uppgjör við spillingu og frænddrægni sem setti mark sitt á 10 ára valdatíð Jacob Zuma sem forseta.

Það er nýr forseti landsins, Cyril Ramaphosa, sem verður nú að sýna og sanna að hann geti barist gegn spillingu, hrundið endurbótum á landeignarreglum í framkvæmd, náð stjórn á efnahagsmálunum og laðað erlenda fjárfesta til landsins. Það væri kannski rökréttast að gera þetta eitt af öðru en hann neyðist til að gera þetta allt í einu ef ANC (flokkurinn sem fer með stjórnartaumana í landinu) á að eiga einhverja von um að endurvinna traust kjósenda og halda völdum að loknum kosningum á næsta ári.

Verkefnið er síður en svo auðvelt enda eru margir þeirra sem eru grunaðir um spillingu félagar í ANC og ekki eru allir reiðubúnir til að leyfa forsetanum að taka til, til þess eru alltof miklir hagsmunir í húfi. Mikil valdabarátta á sér stað innan ANC þrátt fyrir auknar vinsældir Ramaphosas meðal almennings.

Jacob Zuma, fyrrum forseti, er grunaður um að hafa verið stórtækur í að hygla vinum og ættingjum á kostnað ríkisins og að hafa sjálfur þegið mútur. Hann var settur af sem forseti í febrúar. Zuma heldur fram sakleysi sínu og reynir stöðugt að grafa undan Ramaphosa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“
Pressan
Í gær

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“
Pressan
Í gær

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Í gær

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann