fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
FréttirPressan

Danskur stjórnmálamaður varð að hætta í kjölfar kynlífshneykslis – Skýrir í fyrsta sinn frá sinni hlið málsins

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. apríl 2018 22:00

Per Zeidler.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna í Danmörku síðastliðið haust neyddist Per Zeidler, borgarfulltrúi í Syddjurs, til að draga sig alveg út úr stjórnmálum. Hann hafði þá setið í bæjarstjórn fyrir eigin flokk, Socialliberal Borgerliste, og gegndi formennsku í mikilvægri nefnd á vegum sveitarfélagsins. Það var í kjölfar afhjúpunar Århus Stiftstidende á málum Zeidler að hann neyddist til að segja af sér. Hann hafði um hríð staðið fyrir kynlífsorgíum í félagsheimili á Jótlandi. Þar gátu karlar keypt sér kynlíf. Einnig kom fram í umfjöllun blaðsins að Zeidler hafði sleppt bæjarstjórnarfundum til að geta tekið þátt í orgíum.

Zeidler lét sig hverfa alfarið af sjónarsviðinu í framhaldi af málinu en á laugardaginn tjáði hann sig í fyrsta sinn um málið í þætti Danska ríkissjónvarpsins „Når pikken bestemmer“ (þegar typpið ræður för).

Hann sagði að í hans tilfelli hafi það ekki verið typpið sem réði för heldur hafi hann viljað skipuleggja viðburð fyrir karla og konur sem snerust um kynlíf. Hann hafi ekki gert þetta til að hagnast á. Zeidler sá um að útvega konur, eina í hvert sinn, sem voru reiðubúnar til að stunda kynlíf með mörgum körlum á einu kvöldi. Síðan keyptu karlarnir sé aðgang og biðu einfaldlega í röð eftir að röðin kæmi að þeim.

Hann sagði að kynlífsorgíur sem þessar væru ákveðið tabú í samfélaginu en samt sem áður séu margir sem vilji gjarnan taka þátt og upplifa svona. Hann sagði að þvert á það sem sagt hafi verið hafi engar konur verið neyddar til að taka þátt eða misnotaðar. Konur á öllum aldri hafi tekið þátt af fúsum og frjálsum vilja. Það hafi verið hjúkrunarfræðingar, læknaritarar, kennarar, stúdentar og öll flóra kvenna í dönsku samfélagi.

Lögreglan hefur Zeidler grunaðan um að hafa hagnast á orgíunum og rannsakar málið sem slíkt, að hann hafi haft milligöngu um sölu á vændi. Hann er þó ekki á því að hann hafi brotið af sér.

Erfiður tími

Í kjölfar afhjúpunar málsins skildi Zeidler við eiginkonu sína og hefur ekki haft neitt samband við syni sína tvo sem eru fullorðnir. Hann sagði að þetta hafi verið erfiður tími og að hann skilji ekki af hverju synir hans vilja ekki tala við hann.

Hann sagði að líðan hans væri orðin aðeins betri núna, góðir vinir hefðu hjálpað honum. Hann hefur ekki haft neinn fastan dvalarstað síðan málið kom upp og hefur sofið í bíl sínum, hjá vinum og í leiguherbergjum.

Hann heldur enn til á Syddjurs og hittir því marga sem þekkja hann og vita allt um málið. Hann sagði þetta oft vera erfitt, sumir heilsi honum spjalli við hann en aðrir taki stóran sveig framhjá honum.

Hann sagðist ekki sjá eftir að hafa staðið fyrir kynlífsorgíunum en sé ósáttur við að eiginkona hans og synir hafi þurft að upplifa mikla fjölmiðlaumfjöllun um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“

Tók tvo sopa áður en hann missti meðvitund – „Ég er kominn með nóg af þessu landi“
Pressan
Í gær

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“

Elon Musk ætlar í mál við Apple – „Hvað er í gangi? Forvitnir vilja vita“
Pressan
Í gær

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi

Lést eftir að hafa borðað brokkolísamloku – Fjöldi fólks á sjúkrahúsi
Pressan
Í gær

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála

Herða reglur um skotvopnaeign í kjölfar skelfilegra mála
Pressan
Fyrir 2 dögum

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður

16 ára sænsk stúlka ætlaði að myrða ung börn – Stöðvuð nokkrum sekúndum áður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu

Fjarlægja hátalara sem útvarpa áróðri til Norður-Kóreu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn

Sjö persónuleikaeinkenni sem einkenna mjög gáfuð börn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann

Hún vissi að pabbi hennar var að gera slæma hluti við hana – Það tók mörg ár að afhjúpa sannleikann