Zeidler lét sig hverfa alfarið af sjónarsviðinu í framhaldi af málinu en á laugardaginn tjáði hann sig í fyrsta sinn um málið í þætti Danska ríkissjónvarpsins „Når pikken bestemmer“ (þegar typpið ræður för).
Hann sagði að í hans tilfelli hafi það ekki verið typpið sem réði för heldur hafi hann viljað skipuleggja viðburð fyrir karla og konur sem snerust um kynlíf. Hann hafi ekki gert þetta til að hagnast á. Zeidler sá um að útvega konur, eina í hvert sinn, sem voru reiðubúnar til að stunda kynlíf með mörgum körlum á einu kvöldi. Síðan keyptu karlarnir sé aðgang og biðu einfaldlega í röð eftir að röðin kæmi að þeim.
Hann sagði að kynlífsorgíur sem þessar væru ákveðið tabú í samfélaginu en samt sem áður séu margir sem vilji gjarnan taka þátt og upplifa svona. Hann sagði að þvert á það sem sagt hafi verið hafi engar konur verið neyddar til að taka þátt eða misnotaðar. Konur á öllum aldri hafi tekið þátt af fúsum og frjálsum vilja. Það hafi verið hjúkrunarfræðingar, læknaritarar, kennarar, stúdentar og öll flóra kvenna í dönsku samfélagi.
Lögreglan hefur Zeidler grunaðan um að hafa hagnast á orgíunum og rannsakar málið sem slíkt, að hann hafi haft milligöngu um sölu á vændi. Hann er þó ekki á því að hann hafi brotið af sér.
Í kjölfar afhjúpunar málsins skildi Zeidler við eiginkonu sína og hefur ekki haft neitt samband við syni sína tvo sem eru fullorðnir. Hann sagði að þetta hafi verið erfiður tími og að hann skilji ekki af hverju synir hans vilja ekki tala við hann.
Hann sagði að líðan hans væri orðin aðeins betri núna, góðir vinir hefðu hjálpað honum. Hann hefur ekki haft neinn fastan dvalarstað síðan málið kom upp og hefur sofið í bíl sínum, hjá vinum og í leiguherbergjum.
Hann heldur enn til á Syddjurs og hittir því marga sem þekkja hann og vita allt um málið. Hann sagði þetta oft vera erfitt, sumir heilsi honum spjalli við hann en aðrir taki stóran sveig framhjá honum.
Hann sagðist ekki sjá eftir að hafa staðið fyrir kynlífsorgíunum en sé ósáttur við að eiginkona hans og synir hafi þurft að upplifa mikla fjölmiðlaumfjöllun um málið.