Laust eftir klukkan 15 í dag var tilkynnt um umferðaslys í Vogahverfi. Ekið var á 9 ára stúlku á reiðhjóli. Sem betur fer eru meiðsli hennar talin vera minni háttar.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar í dag. Hálftíma fyrr var tilkynnt um slys á Sörlaheiði. Tvítug kona féll af hestbaki og hlaut höfuðáverka. Engar frekari upplýsingar liggja fyrir um líðan konunnar.
Um hálfníu leytið í morgun var tilkynnt um innbrot í bílskúr í Garðabæ eða Hafnarfirði. Var verkfærum stolið og er málið í rannsókn. Á ellefta tímanum í morgun var síðan tilkynnt um innbrot í bíl í Fossvogi. Var miklu af verkfærum stolið og er málið í rannsókn.