fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Tólf ára drengur greip til sinna ráða eftir rifrildi við mömmu: Flaug úr landi og beint á sólarströnd

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. apríl 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að tólf ára ástralskur piltur hafi stolið senunni á dögunum eftir að hafa lent í rifrildum við móður sína. Pilturinn ákvað að stela kreditkorti móður sinnar sem hann notaði til að kaupa flug til ferðamannaparadísarinnar Balí á Indónesíu.

Fjallað var um málið í áströlskum fjölmiðlum um helgina. Í umfjöllun 9 News kemur fram að pilturinn hafi dvalið á Balí í fjóra daga áður en yfirvöld höfðu hendur í hári hans.

Pilturinn er sagður hafa skipulagt flóttann, ef svo má segja, nokkuð vel. Hann er sagður hafa kannað og komist að því á netinu að hann gæti flogið einn til útlanda með Jetstar Airways án þess að hafa undirritað bréf frá foreldrum sínum.

Þetta er það sem drengurinn gerði en auk þess plataði hann ömmu sína til að láta hann fá vegabréfið sem hún geymdi. Pilturinn steig því næst upp í lest sem fór með hann út á flugvöll. Hann flaug svo til Balí.

„Þeir spurðu mig bara um skólaskírteini og vegabréf til að sanna að ég væri orðinn tólf ára,“ segir pilturinn, Drew að nafni, við ástralska fjölmiðla. Hann dvaldi á fjögurra stjörnu hóteli í góðu yfirlæti en á endanum var það myndband, sem pilturinn birti af sér á sundlaugarbakkanum, sem kom upp um hann.

Hann er nú kominn aftur til Ástralíu en spurningin er hvort hann reyni síðar að endurtaka leikinn. Móðir hans segir að sá stutti hafi tvisvar áður reynt að leika sama leik, að komast úr landi en þá reyndi hann það með flugfélögunum Qantas og Garuda Airlines. Hvorugt hleypti honum um borð. Forsvarsmenn Jetstar segjast ætla að endurskoða öryggismál hjá sér eftir atvikið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska

Segir að ekkert muni koma út úr leiðtogafundinum í Alaska
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“

Helga stendur enn í stappi við Reykjavíkurborg – „Við höfum sýnt mikinn samstarfsvilja“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“

Vilhjálmur krefst formlega skýringa á bensínverði – „Neytendur eiga rétt á skýrum svörum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“

Undrast glansmyndir af fasteignasölum – „Þær virðast vera að auglýsa krullujárn og þeir brosa bara fallega“