fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Náunginn reddar Gylfa húsnæði: Flytur á Selfoss og kisurnar með

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 23:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í lok síðasta árs greindi Gylfi Ægisson tónlistarmaður frá húsnæðisvandamálum sínum í kjöfar skilnaðar. Dvaldi hann í húsbíl á tjaldstæðinu í Laugardal ásamt þremur köttum sínum.

En nú eru bjartari tímar framundan hjá Gylfa, með þak yfir höfuðið, á Selfossi. Náunginn-hjálparsamtök fyrir heimilislausa útveguðu langtímaleiguhúsnæði fyrir hann og segir Margrét Friðriksdóttir, stjórnarformaður Náungans, í stöðufærslu á Facebook að húsnæðið sé tilvalið fyrir hans aðstæður.

Gæludýr eru leyfð, enda kom ekki til greina hjá Gylfa að kisurnar þrjár flyttu ekki með.

Hvetur Margrét heimilislausa og/eða þá sem eru í húsnæðisvandræðum að hafa samband við Náungann og samtökin muni aðstoða eftir bestu getu og ráðleggi einnig einstaklingum varðandi ýmis atriði er tengjast húsaleigu, félagslegt húsnæði og svo framvegis.

Þess má geta að Gylfi er meðstjórnandi í stjórn Náungans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala