Elín Esther Magnúsdóttir festi kaup á húsi sem var útibú Landsbankans í Grafarvogi og flutt það til Árborgar þar sem hún er nú að breyta því í heimili fyrir sig og son sinn, Eldar Elí. Greint er frá þessu á vef MBL.
Húsið hefur að geyma áhugaverða sögu, það var lengi útibú Landsbankans í Grafarvogi þar sem framið var bankarán með exi árið 2004. Húsið varð síðan að hverfisstöð lögreglunnar áður en það var flutt á Suðurland. Fyrst á Selfoss, svo til Hveragerðis en er nú komið á sökkul í Tjarnarbyggð milli Selfoss og Eyrarbakka.
Elín skildi í haust og vantaði því hús. Hún keypti húsið og lóð undir húsið en ýmislegt á eftir að gera, þar á meðal að fá vatn og rafmagn. Á hún von á því að geta flutt inn í næsta mánuði.
„Fyrst ætlaði ég að vera flutt inn fyrir jól og síðan þá hef ég gert nýtt plan í hverri viku. Það er alltaf eitthvað sem tefur mann. Við höfum lent í vondu veðri og þungatakmörkunum, svo bilaði kran¬inn síðast þegar átti að hífa húsið. Ég geri mjög lítið sjálf nema fá mannskap í verkefnin, en ég er auðvitað eina manneskjan sem hef ekkert vit á þessu, þannig það „meikar ekkert sens“ að ég sé að búa til plan,“
segir Elín í samtali við MBL. Hér má sjá myndband af flutningi hússins frá Hveragerði til Árborgar sem Elín setti á Facebook.