fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Úrskurður hæstaréttar mikið áfall fyrir Donald Trump – Dómari sem hann skipaði í réttinn réði úrslitum í málinu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 03:38

Hæstiréttur Bandaríkjanna. Mynd/Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump  hefur oft sagt það vera eitt af bestu verkum sínum að hafa skipað Neil Gorsuch sem níunda dómaranna við hæstarétt. Gorsuch er mjög íhaldssamur og því féll hann vel í kramið hjá Trump. En nú er spurning hvort Trump sé jafn ánægður með hann og áður eftir að hæstiréttur kvað upp úrskurð í máli er varðar brottvísanir innflytjenda sem hafa hlotið dóma fyrir ofbeldisbrot.

Í úrskurði hæstaréttar frá í gær myndar Gorsuch meirihluta með fjórum frjálslyndum dómurum og skipti atkvæði hans sköpum um niðurstöður dómstólsins. Atkvæði féllu þannig að fimm dómarar mynduðu meirihluta í málinu en fjórir minnihlutann. Í úrskurðinum segir að alríkislög, sem voru sett með það að markmiði að auðvelda brottvísun innflytjenda, sem hafa gerst sekir um ofbeldisbrot, séu of óljóst orðuð.

Málið snýst um mann frá Filippseyjum sem kom til Bandaríkjanna 1992 á löglegan hátt. Yfirvöld hafa krafist þess að honum verði vísað úr landi en maðurinn játaði að hafa framið tvö innbrot í Kaliforníu. Yfirvöld töldu að dómurinn yfir manninum vegna innbrotanna staðfesti að hann hefði gerst sekur um ofbeldisbrot.

Þessu hafnar Gorsuch og segir að hann sé sammála frjálslyndum meðdómendum sínum um að hugtakið „ofbeldisbrot“ sé alltof óskýrt. Meirihlutinn segir í dómsniðurstöðu að það verði að spyrja hvað „ofbeldisbrot“ þýði. Í þessu máli snúist þetta um innbrot í Kaliforníu sem geti verið allt frá vopnuðum innbrotsþjófi til sölumanns sem gengur hús úr húsi og selur vafasamar vörur. Í ljósi þess hversu breitt hugtakið er geti enginn skorið úr um hvort um venjulegt mál er að ræða og hvort líkur hafi verið á að ofbeldi væri beitt. Hæstiréttur staðfesti þar með niðurstöðu alríkisdómstóls í málinu.

Núverandi lög voru samin og samþykkt í stjórnartíð Barack Obama. Þetta mál hefur beðið lengi eftir afgreiðslu því repúblikanar hindruðu Obama í að útnefna nýjan hæstaréttardómara. En í kjölfar þess að Trump skipaði Grousch í embætti var málið tekið til meðferðar hjá hæstarétti og hélt alríkisstjórnin því fram að þótt lagatextinn væri óskýr þá stríddi hann ekki gegn stjórnarskránni.

Trump tjáði sig að sjálfsögðu um niðurstöðu hæstaréttar í gær og auðvitað á Twitter. Hann sagði að nú væri það hlutverk þingsins að lagfæra lögin sem gera yfirvöldum ókleift að brottvísa hættulegum útlenskum glæpamönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar