fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Fjórir hryðjuverkamenn fá reynslulausn í Svíþjóð – „Hér er ekki bara um venjulega öfgamenn að ræða“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. apríl 2018 07:09

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í desember fá fjórir hryðjuverkamenn, sem afplána nú dóm í Svíþjóð, reynslulausn en þeir hafa setið í fangelsi síðan 2010. Þeir voru sakfelldir fyrir að ætla að fremja hryðjuverk í Danmörku en það átti að beinast gegn JP/Politikens Hus en þar eru höfuðstöðvar Jótlandspóstsins sem birti á sínum tíma hinar umdeildu skopteikningar af Múhameð spámanni en þær fóru mjög illa í múslima víða um heim.

Magnus Ranstorp, enn helsti sérfræðingur Norðurlanda í málefnum hryðjuverkamanna, sagði í samtali við Ekstra Bladet að hér væri um alvöru hryðjuverkamenn að ræða. Haft er eftir honum að hann telji að hér sé um ákveðið vandamál að ræða og að það verði að taka mál sem þessi fastari tökum en það verði öryggislögreglan sem muni sjá um þetta þegar mennirnir verða látnir lausir.

Hann sagði að sænsk yfirvöld séu ekki með neina sérstaka áætlun um hvernig eigi að koma í veg fyrir að öfgahyggja fái að dafna eftir að fólk losnar úr fangelsi. Á hinn bóginn séu yfirvöld góð í að vinna gegn slíku í fangelsunum.

Hann sagðist ekki sjá að sænsk yfirvöld væru með einhverja áætlun um hvernig eigi að fylgja fjórmenningunum eftir þegar þeir losna. Hér sé ekki bara um „venjulega“ öfgamenn að ræða. Einn þeirra hafi reynt að ganga til liðs við fjölda hryðjuverkasamtaka áður en þeir fóru að undirbúa árásina í Danmörku. það hafi sýnt sig að þessir menn séu reiðubúnir til að beita ofbeldi. Hann sagðist telja að það ætti ekki bara að vera öryggislögreglan sem kemur að málum mannanna eftir að þeir verða látnir lausir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið