fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Bandaríkin geta látið sprengjum rigna yfir Sýrland en munu samt sem áður standa uppi nær áhrifalaus í málefnum landsins

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 13. apríl 2018 06:04

Mynd úr safni. Flugskeyti skotið frá USS Preble. Mynd: USS Navy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríkin eru líklega mesta hernaðarveldi heimsins og geta auðveldlega látið sprengjum rigna yfir Sýrland í hefndarskyni fyrir meintar efnavopnaárásir sýrlenskra stjórnvalda. En þrátt fyrir að geta ráðist af krafti á Sýrlandi þá munu Bandaríkin standa eftir án áhrifa á atburðarásina í Sýrlandi og framtíð landsins. Bandaríkin og Vesturlönd hafa lítil sem engin áhrif á gang mála í þessu stríðshrjáða landi og munu ekki hafa mikil áhrif á framtíð landsins.

Árás á Sýrland, ef Donald Trump lætur verða af henni, mun ekki gera mikið annað en að vera siðferðileg refsing fyrir hrottalegan stríðsrekstur Assads og hans manna gegn landsmönnum. Árásin mun ekki breyta miklu.

Fyrir ári síðan skaut Bandaríkjaher 59 flugskeytum á Shayratherstöðina í Sýrlandi til að refsa Assad fyrir efnavopnanotkun. Það tók aðeins nokkra daga að koma herstöðinni aftur í fullan rekstur en með góðri aðstoð Rússa gekk uppbyggingin hratt fyrir sig. Rússar hafa komið sér fyrir í Sýrlandi og hafa seilst til áhrifa þar enda er lega landsins mikilvæg út frá mörgum sjónarhornum.

En þegar reykurinn eftir yfirvofandi árás Bandaríkjanna og bandamanna verður horfinn og búið verður að lagfæra skemmdirnar verður staðan í Sýrlandi óbreytt. Rússland, Íran og Tyrkland verða í fararbroddi þar í landi og stýra atburðarrásinni fyrir hönd Bashar al-Assad forseta. Assad er á góðri leið með að sigra í borgarastyrjöldinni sem hefur geisað frá 2011. Vesturlönd, með Bandaríkin í fararbroddi, standa álengdar og geta aðeins fylgst með atburðarrásinni, þau hafa engin áhrif á hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd