fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

„Sagði vinum mínum bara að ég hafi flengriðið henni því ég skammaðist mín“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. mars 2018 12:51

Þorsteinn V. Einarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn V. Einarsson, varaþingmaður VG og sá sem kom á fót #karlmennsku átakinu, birtir á Twitter-síðu sinni frásagnir karla sem þorðu ekki að segja þær undir nafni. Sögurnar fjalla um allt frá dúkkum yfir í kynferðislegt ofbeldi. Markmið átaksins er að varpa ljósi á neikvæð áhrif karlmennsku.

Nokkrar sögur snúast um karla sem vildu stunda einhverja tómstund sem telst almennt kvenleg. „Mér fannst dúkkur skemmtilegar en ég þurfti alltaf að nota Action Man,“ segir einn karlmaður. Annar segist alltaf hafa viljað æfa söng en hafi verið of hræddur til þess. Sá þriðji hefur svipaða sögu að segja, hann þorði ekki að æfa blak því það væri „hommalegt“.

„Hef verið einstöku sinnum verið kallaður kvenmannsnafni í líkingu við nafn mitt fyrir að vera of lengi að gera mig til,“ segir annar karl. Einn maður segist ekki hafa getað hugsað sér að leyfa kærustu sinni að borga fyrir mat. „Hef staðið mig að því að borga allan reikninginn þegar ég fer á stefnumót með kærustunni, þrátt fyrir að hafa ekki efni á því. Hún lagði síðan inn á mig eftir á. Fannst ég knúinn að deila þessu en hef ekki alveg kjarkinn í að setja þetta fram undir nafni,“ segir sá.

Nokkrar sögurnar fjalla um kynferðislegt ofbeldi. „Stelpa neyddi mig til þess að stunda kynlíf með henni, sagði vinum mínum bara að ég hafi flengriðið henni því ég skammaðist mín,“ segir einn karl. Annar segir einfaldlega: „Að tala um kynferðislegt ofbeldi sem ég lenti í því ég vil ekki vera að væla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða