fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Konur láta reyna á ástarsambönd sín – Fá aðrar konur til að reyna við makana – Sérstakir Facebookhópar notaðir til að finna tálbeiturnar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. mars 2018 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gegnum lokaða Facebookhópa fá konur aðrar konur til að setja sig í samband við eiginmenn þeirra eða unnusta til að kanna hvort þeir myndu halda framhjá. Í hópunum er auglýst eftir konum til að vera einhverskonar tálbeitur og er stundum óskað eftir ákveðnu útliti eða aldri: „Leita að tálbeitu. Um þrítugt. Örlítið þéttholda og með dökkt hár.“

Þessa auglýsingu og fleiri er að finna í danska Facebookhópnum Strikkeklubben Part 3. TV2 skýrir frá þessu. Fram kemur að tálbeitunum sé ætlað að setja sig í samband við eiginmenn eða unnusta annarra kvenna til að kanna hversu trúir þeir eru maka sínum.

Þetta er ekki eini Facebookhópurinn sem þessi í Danmörku en sá stærsti en rúmlega 8.000 manns eru í honum. Aðrir álíka Facebookhópar eru Chicks before Dicks og Hækleklubben Eksklusiv með á milli 6.000 og 7.600 meðlimi. Fréttamenn TV2 fundu níu álíka hópa til viðbótar og eru 2.000 til 3.000 manns í hverjum þeirra.

Fréttamenn TV2 ræddu við 22 ára konu, Sabrine Olsen, sem hefur tekið að sér að vera tálbeita í málum sem þessum. Hún sagðist reiðubúin til að hjálpa öðrum konum við að finna út hvort unnustar þeirra væru með óhreint mjöl í pokahorninu.

Hún sagði að konan, sem vill láta reyna á maka sinn, sendi stjórnendum Facebookhópanna skilaboð um hvernig tálbeitu hún sé að leita að, það er aldur, hvar í landinu, líkamsbygging, brjóstastærð og jafnvel um húðlit. Allt eru þetta atriði sem konurnar telja að heilli maka þeirra. Stjórnendur hópanna leita síðan í færslum í hópnum og einkasamtölum til að finna tálbeitu sem fellur að óskum þeirra sem vilja nýta sér þjónustu þeirra.

Tálbeiturnar fá ekki greitt fyrir þjónustuna, þær gera þetta til að hjálpa öðrum konum að sögn Olsen.

„Ég geri það sem hún biður mig að gera. Ef hún biður mig um að pikka í hann á Facebook, ef hún biður mig um að leita á hann, ef hún biður mig um að skrifa honum, þá geri ég það. Ég hef sjálf lent í að haldið var framhjá mér. Það er erfitt að jafna sig á slíku. Sérstaklega ef um mjög alvarlegt samband er að ræða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið