fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Þess vegna áttu alltaf að sitja við gluggann í flugvél

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. mars 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk ætti frekar að sitja við glugga en til dæmis við ganginn þegar ferðast er með farþegaþotum. Vísindamenn hafa nú varpað ljósi á enn eina ástæðuna.

Í rannsókn sem vísindamenn við Emory University í Atlanta í Bandaríkjunum framkvæmdu eru farþegar sem sitja við glugga síður líklegri en aðrir farþegar til að grípa pestar; kvef eða flensu til dæmis, frá öðrum farþegum.

Í stórum farþegaþotum koma stundum hundruð farþega saman og þegar nándin er mikil aukast líkurnar á því að smitast af ýmsum óværum, eins og gefur að skilja.

Það var flugvélarisinn Boeing sem fjármagnaði rannsóknina sem var nokkuð umfangsmikil. Komið var fyrir mælibúnaði í vélum fyrirtækisins og safnaði þessi búnaður meðal annars mjög nákvæmum upplýsingum um loftgæði um borð –  og hvað miður skemmtilegt leyndist í loftinu, vírusar til dæmis. Þá voru ferðir farþega innan vélarinnar, til dæmis á klósett, skrásettar sem og aðrar upplýsingar, til dæmis þegar farþegar hóstuðu eða hnerruðu.

Niðurstöðurnar voru á þá leið að besta leiðin til að forðast smit væri að sitja við gluggann og helst ekki standa upp.

Tekið er fram að rannsóknin, sem gerð var fyrir fimm árum, hafi haft sínar takmarkanir. Til marks um það var farið í samtals 10 flugferðir en átján algengar tegundir vírusa, sem geta valdið kvefi og flensu, fundust ekki í neinni vélinni. Þó, miðað við loftstreymi og allar fyrirliggjandi upplýsingar, telja vísindamenn sig geta sagt með vissu að gluggasætið er best til að forðast pestir.

Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar nýlega í tímaritinu Proceedings of the National Academy of Sciences.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa