fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Ók á ljósastaur og annar með tónlistina í botni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. mars 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Hafnarfirði stöðvaði ökumann við Eyrartröð í Hafnarfirði rétt fyrir miðnætti. Fékk lögregla ábendingu um að karlmaður hefði ekið á ljósastaur og eftir það ekið á brott.

Var maðurinn grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá var maðurinn ekki með ökuréttindi og verður líklega kærður fyrir eignaspjöll. Þá segir lögregla að maðurinn hafi hótað lögreglumönnum.

Klukkan hálf fimm í morgun hafði lögregla svo afskipti af tónelskum manni sem hafði lagt bíl sínum á bílastæði. Hafði maðurinn hljómtækin í botni en ekki kemur fram í skeyti lögreglu hvaða tónlist maðurinn var að hlusta á en hann hafi verið með smáræði af fíkniefnum á sér. Voru fíkniefnin tekin af manninum og málið afgreitt á vettvangi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“