fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Eitt stærsta fíkniefnamál sögunnar í Danmörku – Lögreglan fann 2,5 tonn af hassi og 422 kíló af amfetamíni

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. febrúar 2018 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nóvember á síðasta ári lagði lögreglan í Kaupmannahöfn hald á 2,5 tonn af hassi og 422 kíló af amfetamíni en fíkniefnin fundust í húsi á Amager. Auk þess fundust 400.000 danskar krónur við leitina. Tveir sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins en kona, sem einnig var handtekin, hefur nú verið látin laus. Lögreglan hefur farið mjög leynt með málið og það var fyrst í gær sem skýrt var frá því.

Lögreglunni barst ábending um að í vöruhóteli á Amager væri hugsanlega eitthvað grunsamlegt að finna því fólk hafði sést bera undarlegar plastrúllur þar inni. Lögreglumenn fóru og skoðuðu nokkrar rúllur og reyndust þær innihalda hass og amfetamín. Um miðjan nóvember lét lögreglan til skara skríða og handtók konuna sem hafði leigt rými í vöruhótelinu. Hún er 44 ára.

Húsleit heima hjá henni og í geymslurými í öðru vöruhóteli í Hvidovre skilaði ótrúlegum árangri því þar fann lögreglan megnið af fíkniefnunum eða 2.531 kg af hassi og 422 kíló af amfetamíni. Lögreglan telur að þetta sé mesta magn fíkniefna sem fundist hefur í einu máli í Danmörku. Lögreglan telur að efnin hafi komið til Danmerku í gámi frá Norður-Afríku.

Danska ríkisútvarpið segir að lögreglan hafi handtekið tvo karlmenn í tengslum við málið, 26 og 42 ára. Þeir voru handteknir 16. nóvember og hafa setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Rannsókn málsins er ekki lokið en lögreglan telur að hluti af amfetamíninu hafi átt að fara til annarra Evrópuríkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði