fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Hrafn er umskorinn: Hefur liðið kvalir – „Þetta er bæklun og fer illa með sál og líkama“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. febrúar 2018 11:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri tekur þátt í umræðum um hið umdeilda umskurðarfrumvarp. Hann opinberaði á Facebook-síðu sinni að hann væri umskorinn og hefði vegna þess liðið miklar kvalir. Hann hrósar Silju Dögg þingmanni Framsóknarflokksins og segir að mikil gæfa sé að til sé fólk eins og hún sem berjist fyrir réttlæti barna. Í frétt Vísis má finna viðtal við Silju Dögg. Á meðan margir prestar kirkjunnar hafa efasemdir um frumvarpið, líkt og biskup og séra Hildur Eir Bolladóttir.

Hefur verið bent á að verði sett bann sé hætta á að foreldrar eða trúarhópar láti framkvæma umskurn á drengjum á laun án aðkomu lækna. Segir Hrafn að með þessu sé verið að réttlæta glæpi í skjóli trúarkreddu. Þá segir Hrafn á Facebook:

„Ég var umskorinn og það reyndist mér mjög erfitt á unglingsárum. Hef kynnt mér þetta mál þess vegna mikið.“ Hrafn bætir við: „Ég var umskorinn á barnsaldri og hef búið við þá bæklun síðan, mér til mikils hnjóðs.“

Var Hrafn þá spurður af Gunnari Theodór hver bæklunin væri. Vildi Hrafn ekki fara í saumana á því en sagði umskurðinn hafi farið illa í sál og líkama. Þá vildi Gunnar meina að Hrafn væri í agnarsmáum minnihluta en hefði verið óheppinn og því skiljanlegt að hann væri bitur.

„Ég er ekki bitur. Vill bara stöðva glæpi gegn börnum,“ svaraði Hrafn og bætti við: „Þetta eru einfaldlega limlestingar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum

Segir að hestamannafélag hafi fengið svæði sem ætlað hafi verið íbúum í hjólhýsum og húsbílum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki

Útgáfufélag Viljans úrskurðað gjaldþrota – Samnefndur fjölmiðill mun þó halda sínu striki