fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Magnús mun greiða Hönnu 1,6 milljónir króna: „Drakk nánast linnulaust frá hádegi umræddan dag“

Hjálmar Friðriksson
Mánudaginn 12. febrúar 2018 09:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Jónsson samþykkti að greiða Hönnu Kristínu Skaftadóttur, fyrrverandi kærustu hans, samtals 1,6 milljón króna í dómsátt vegna einkamáls sem hún höfðaði gegn honum. Hanna Kristín fagnaði sigri í gær vegna málsins. Hanna Kristín hefur kært Magnús fyrir að beita hana ofbeldi á Four Seasons hótelinu í Austin í Texas í mars síðastliðnum en DV hefur ítrekað fjallað um málið. Hanna hefur áður lagt áherslu á að helsta markmið hennar hafi ekki verið að sækja fé heldur að fá staðfestingu á málinu fyrir dómi.

Að sögn Hönnu hefur Magnús undirritað skilorðsbundna frestun á ákæru í Texas gegn því að játa verknaðinn og er hann því enn á skilorði þar fram til 19. janúar á næsta ári. Einkamálið nú einskorðast við atvikið í Texas en undanskilið sé atvik sem átti sér stað stuttu áður í Boston. Önnur mál sem áttu sér stað á Íslandi eru sótt af hálfu hins opinbera hér á landi.

Segir hann hafa drukkið mikið

Birti mynd með ákerka sem hún segir að Magnús hafi veitt henni
Hanna Kristín Birti mynd með ákerka sem hún segir að Magnús hafi veitt henni

Í stefnu málsins sem DV hefur undir höndum er meintu ofbeldi Magnúsar gegn Hönnu lýst í smáatriðum. Hann er þar sagður hafa drukkið linnulaust umræddan dag í mars. Í stefnunni er enn fremur sagt að Magnús hafi ráðist á hana í Boston, áður en þau komu til Texas. „Að kvöldi 9. mars 2017, eftir ráðstefnulok í Austin, fóru [Hanna] og [Magnús] út að borða í Austin. [Magnús] drakk nánast linnulaust frá hádegi umræddan dag, var skapvondur og kenndi [Hönnu] alfarið um líkamsárásina í Boston. Einnig gerði [Magnús] lítið úr [Hönnu] og erindinu sem hún hafði flutt á ráðstefnunni. [Hanna] fékk nóg, stóð upp frá borðinu og gekk í burtu,“ segir í stefnu.

Samkvæmt stefnunni þá hafi Magnús samband við Hönnu síðar þetta sama kvöld og vildi ræða málin. „[Hanna] sagðist vilja fá að vera í friði en við það reiddist [Magnús] og ásakaði [Hönnu] um að vera með öðrum manni. Þegar líða fór á kvöldið ákvað [Hanna] að fara upp á hótelherbergi til hvíldar enda þreytt eftir langan dag. [Hanna] lagðist á rúmið með tónlist í eyra og bað [Magnús] að láta sig vera. Við þetta reiddist [Magnús] og hóf að öskra á [Hönnu] að hún væri m.a. vanviti og aumingi. Að lokum reif [Magnús] heyrnartólin úr eyrum hennar og spurði hvort hún væri njósnari fyrrum sambýliskonu [hans]. [Magnús] spurði hana síðan um upptöku af líkamsárásinni í Boston, skipaði [Hönnu] að afhenda símann hennar en hrifsaði hann að lokum úr höndum hennar og hljóp inn á baðherbergi,“ segir í stefnunni.

„Olnbogaskot í andlitið“

Mynd sem tekin var skömmu eftir handtöku í Bandaríkjunum
Mynd tekin af yfirvöldum í Texas Mynd sem tekin var skömmu eftir handtöku í Bandaríkjunum

Í stefnu segir að Hanna hafi fljótlega áttað sig á því að Magnús væri að reyna að eyðileggja símann inn á baði. Því hafi hún farið inn á bað og beðið hann um að afhenda sér símann. „Þegar hún teygði sig í átt að símanum gaf [Magnús] [henni] olnbogaskot í andlitið með þeim afleiðingum að vör hennar sprakk og það flosnaði úr tönn hennar. [Magnús] greip síðan í hönd hennar og barði henni í vaskinn ítrekað. [Hanna] beygði sig niður en þá tók [Magnús] um höfuð [hennar] og lamdi því í vaskinn, gaf henni olnbogaskot margsinnis í andlitið, sparkaði í sköflung hennar og traðkaði á ristum hennar,“ segir í stefnu.

Samkvæmt stefnu reyndi Hanna að verja sig og fékk í kjölfarið mörg högg á framhandleggi. „Þegar [Hanna] leit í spegil sá hún blóð leka úr munni sínum og [Magnús] stóð hjá henni stjórnlaus, enn að reyna að eyðileggja símann hennar. [Magnús] hrinti síðan [Hönnu] með þeim afleiðingum að hún féll fram fyrir sig á hnén en við það yfirgaf [Magnús] baðherbergið og rak [Hönnu] rakleiðis aftur inn í svefnherbergið. [Hanna] klöngraðist á fætur og forðaði sér fram á gang til að óska eftir aðstoð og sá þar öryggisvörð koma í átt að hótelherberginu en búið var að kalla eftir aðstoð frá öðrum hótelgestum sem urðu varir við ofbeldið. Skömmu síðar kom lögregla á vettvang. [Magnús] var handtekinn á vettvangi og settur í varðhald,“ segir í stefnu.

Hanna fór fram á 2.188.306 krónur með vöxtum í bætur í einkamálinu. Í dómsátt kemur fram að Magnús hafi samþykkt að greiða 700 þúsund í miskabætur, 188 þúsund í útlagðan kostnað og 715 þúsund í málskostnað, samtals 1,6 milljónir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí