fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Þrír þingmenn með ókeypis bílaleigubíl og bensínkort frá Alþingi

Ari Brynjólfsson
Föstudaginn 9. febrúar 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír þingmenn hafa bílaleigubíl til umráða frá Alþingi. Alþingi útvegar bílana og greiðir af þeim allan rekstrarkostnað þar á meðal bensín eða díselolíu. Þetta kemur fram í svari skrifstofu Alþingis við fyrirspurn DV. Þingmenn utan höfuðborgarsvæðisins geta fengið jeppa frá Alþingi.

Akstur þingmanna er nú í brennidepli eftir að í ljós kom að Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokkinn hafi fengið 4,6 milljónir króna í aksturspeninga í fyrra. Þýðir það að Ásmundur hafi fengið 385 þúsund krónur í aksturspeninga á mánuði og keyrt að meðaltali 140 km á dag.

Alþingi er tregt að gefa upp hvaða þingmenn fá hæstu greiðslurnar og vildi skrifstofa þingsins ekki gefa upp hvaða þrír þingmenn það eru sem hafa bílaleigubíl til umráða. Viðmælendur DV innan veggja Alþingis segja að skrifstofan hafi brugðið á það ráð að biðja þingmenn sem keyra meira en 15 þúsund kílómetra á ári að skipta yfir í bílaleigubíl í stað þess að keyra á eigin bifreið og þiggja aksturspeninga.

Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 2013 til 2017.
Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarflokksins á árunum 2013 til 2017.

Mynd: DV ehf / Þormar Vignir Gunnarsson

Alþingi er með samning við Höldur-Bílaleigu Akureyrar og munu þingmenn geta valið hvernig bíl þeir fái. Meginreglan sé að bíllinn eigi að henta þingmanninum og því fái þingmenn sem búi á landsbyggðinni séu á fjórhjóladrifnum fólksbíl eða jeppa.

Elsa Lára Arnardóttir fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins var með bílaleigubíl þegar hún sat á þingi. Elsa Lára, sem býr á Akranesi, segir í samtali við DV að um hafi verið ræða langtímasamning við bílaleigu.

„Dagbók fylgdi með og bensínkort í ferðir tengdar vinnu. Það varð að fylgjast að til þess að halda utan um greiðslurnar frá Alþingi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar