fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Klara borgaði og tók utan um handrukkarann

Sagði honum að fara varlega í lífinu

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 3. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudag greindi DV frá máli Klöru Ólafar Sigurðardóttur, 54 ára gamallar einstæðrar móður, sem neyddist til að borga handrukkurum 150 þúsund króna skuld sonar síns. Sonur hennar er sautján ára gamall, með þroskahömlun og hefur þvælst um í barnaverndarkerfinu lengi.

Hann hefur verið í neyslu í eitt ár og skuldaði tvítugum fíkniefnasala peninginn. Þegar sá maður lést fyrir skemmstu fékk sonurinn símtal frá æðri mönnum í glæpahringnum með hótun um ofbeldi ef hann greiddi ekki skuldina innan viku. Klara greindi DV frá því að drengurinn hafi ekki gert sér grein fyrir alvarleika málsins og biðlaði til fólks að fara varlega í þessum málum.

DV talaði við Klöru aftur daginn eftir til að spyrjast fyrir um hvernig uppgjörið hefði farið fram. Upphaflega ætluðu tveir vinir hennar að fylgja henni en málið æxlaðist þannig að hún mætti handrukkurunum ein. „Ég talaði við þann sem ég átti að hitta og bauð honum að koma inn til mín og ræða málin. En hann vildi það ekki. Hann hefur sennilega verið hræddur um að það væri eitthvert lið hjá mér sem myndi mæta honum.“

Hefði getað lamið hann sjálf

Fór svo að Klara gekk að bílaplani við næstu blokk frá hennar þar sem hún var búin að mæla sér mót við handrukkarana. „Einn stóð á planinu en annar beið eftir honum í bíl. Ég rétti honum peningana í klemmu og hann taldi þá.“ Klara segir að sá sem hún talaði við hafi sennilega verið á bilinu 25 til 26 ára og Íslendingur. „Hann var mjög lúpulegur og aumingjalegur. Ég hefði ábyggilega getað lamið hann sjálf. Þetta var einhver milliliður, sá sem átti skuldina passaði að láta ekki sjá sig.“

Þegar afhendingu peninganna var lokið gerði Klara nokkuð óvænt. „Ég tók utan um hann og sagði: Farðu varlega í lífinu. Hann titraði bara og skalf. Jafnframt sagði ég við hann að ef ég heyrði múkk frá þeim aftur og ef drengnum yrði hótað þá færi ég lengra með þetta. Þið skuluð ekki snerta drenginn eða mína fjölskyldu aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum