fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fjarlægðu hvolp frá eiganda vegna alvarlegrar vanhirðu

Auður Ösp
Föstudaginn 2. febrúar 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matvælastofnun framkvæmdi tvær vörslusviptingar á höfuðborgarsvæðinu í vikunni. Gripið var til tafarlausrar vörslusviptingar á hvolpi við eftirlit stofnunarinnar vegna alvarlegrar vanhirðu og vanfóðrunar.

Í lögum um velferð dýra segir: „Telji Matvælastofnun að úrbætur þoli enga bið getur stofnunin tekið dýr úr vörslu umráðamanns eða aflífað dýr sem hafa orðið fyrir varanlegum skaða sökum vanfóðrunar, harðýðgi, slysa eða slæms aðbúnaðar.“ Hvolpurinn var færður í hendur dýralækna til aðhlynningar en óljóst er á þessu stigi hvort hann nái sér á strik.

Í öðru málinu voru hundur og köttur teknir úr vörslu eiganda vegna vanhirðu og slæms aðbúnaðar á heimili þeirra án þess að kröfur stofnunarinnar um úrbætur væru virtar.

Matvælastofnun vekur athygli á að við skoðun og eftirlit skal umráðamaður dýra veita án endurgjalds alla nauðsynlega aðstoð við eftirlitið, svo sem aðstoð starfsmanna, aðgang að húsakynnum og tækjabúnaði. Einnig ber að veita Matvælastofnun allar umbeðnar upplýsingar og afhenda öll þau gögn sem hafa þýðingu við eftirlitið.

Hvorki hundurinn né kötturinn voru á eftirlitsstað við framkvæmd vörslusviptingar og neitaði umráðamaður í fyrstu að veita upplýsingar um dvalarstað dýranna. Haft var upp á hundinum en ekki hefur enn tekist að finna köttinn, áfram verður unnið að því þannig að hægt verði að koma honum til hjápar.

Hundunum hefur verið komið fyrir á fósturheimilum til bráðabirgða með aðstoð Dýrahjálpar. Í tilkynningu þakkar Matvælastofnun Dýrahjálp fyrir aðkomu sína að málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi