fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Nýja-Sjáland – Umfangsmikil rannsókn á kynferðisofbeldi gegn fósturbörnum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Nýja-Sjálands ákvað í gær að fram fari rannsókn á meintu kynferðisofbeldi gegn fósturbörnum á árunum 1950 til 1999. Á þessum tíma voru um 100.000 börn í umsjá ríkisins. Það er Roayal Commission into Historical Abuse in State Care sem stýrir rannsókninni. Jacinda Ardern, forsætisráðherra, hét því í kosningabaráttunni síðasta haust að rannsókn sem þessi færi fram en hún hefur sagt misnotkunina hafa verið „samviskulausa“.

Ardern segir að það verði að horfast í augu við mistök fortíðarinnar til að koma í veg fyrir að þau eigi sér aftur stað. Árum saman hafa fyrrum fósturbörn skýrt frá kynferðisofbeldi og andlegu og líkamlegu ofbeldi sem þau urðu fyrir þegar þau voru í fóstri. Ardern segir að það hafi verið hlutverk ríkisins að vera í einhverskonar foreldrahlutverki fyrir viðkvæmustu börn samfélagsins. Nú sé tækifæri til að horfast í augu við söguna og tryggja að sömu mistök verði ekki gerð aftur.

„Þetta er mikilvægt skref í þá átt að viðurkenna og læra af reynslu þeirra sem voru beittir ofbeldi í umsjá ríkisins.“

Sagði hún.

Rannsóknin hefst síðar á árinu. Tracey Martin, innanríkisráðherra, segir að meðal þess sem verður rannsakað verði áhrifin á frumbyggja Nýja-Sjálands, Maóría, en í gegnum tíðina hafa mörg börn Maóría verið tekin af foreldrum sínum og sett í fóstur.

Samfélag Maóría er verst setta samfélagið eða þjóðfélagshópurinn á Nýja-Sjálandi en atvinnuleysi þessa hóps er meira en hjá öðrum þjóðfélagshópum, fátækt er meiri og afbrotatíðni er hærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði