fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Óhugnanlegt morðmál í Svíþjóð – Foreldrar ákváðu í sameiningu að myrða börnin sín

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. janúar 2018 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 9. janúar fannst fjögurra manna fjölskylda látin á heimili fjölskyldunnar í Bjärred á Skáni í Svíþjóð. Lögreglan sagði fljótt að ekki léki grunur á að brotist hefði verið einn á heimilið og fólkið myrt en vildi ekki skýra nánar frá málavöxtum að sinni. Fyrir helgi skýrði lögreglan síðan nánar frá þessu hörmulega máli.

Aftonbladet segir að samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafi lögreglan fundið bréf frá foreldrunum, einhverskonar kveðjubréf, þar sem fram kemur að þau hafi í sameiningu ákveðið að ráða dætrum sínum, sem voru 11 og 14 ára, bana og síðan taka eigin líf.

Á heimasíðu lögreglunnar kemur fram að foreldrarnir hafi skýrt frá ákvörðun sinni í bréfinu og sagt að þetta hafi þau ákveðið þar sem stúlkurnar hafi ekki búið við nein lífsgæði eða átt sér neina framtíð vegna sjúkdóma sem hrjáðu þær. Báðir foreldrarnir skrifuðu undir bréfið.

Lögreglan vinnur enn að rannsókn málsins en hefur ekkert látið uppi um hvað var að stúlkunum. Vitað er að stúlkurnar fengu heimakennslu árum saman af læknisfræðilegum ástæðum.

Rúmlega 50 ættingjar og vinir fjölskyldunnar hafa verið yfirheyrði og lögreglan hefur gert umfangsmiklar rannsóknir á heimili fjölskyldunnar. Lögreglan segir að enn liggi ekki fyrir hvernig fjölskyldan dó en vonast sé eftir að svar við því fáist þegar niðurstöður krufninga og tæknirannsókna liggja fyrir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“