fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ragnar Davíð sakaður um að hafa skorið bræður með hníf og bitið annan í andlitið

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 19. janúar 2018 12:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Davíð Bjarnason, sem hefur ítrekað komist í kast við lögin, hefur verið ákærður fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir sem báðar beindust að bræðrum í Garðabæ. Árið 2001 var hann dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann komst enn fremur í fréttir árið 2008 þegar hann var stunginn sjö sinnum í versluninni Bobby‘s kiosk í Kaupmannahöfn. Sú reynsla virðsti ekki hafa gert hann fráhverfan hnífum ef marka má ákæru gagnvart honum nú.

Ragnar Davíð er ákærður fyrir líkamsárás gegn bræðrum í Garðabæ þann 15. maí árið 2016. Samkvæmt ákæru skar hann þann yngri með hníf í andlit og í upphandlegg með þeim afleiðingum að hann hlaut þriggja sentimetra langan skurð á hægri kinn.

Ragnar Davíð var sjálfur stunginn í versluninni Bobby‘s kiosk í Kaupmannahöfn.
DV árið 2008 Ragnar Davíð var sjálfur stunginn í versluninni Bobby‘s kiosk í Kaupmannahöfn.

Þann eldri skar hann með hníf í framhandlegg og upphandlegg vinstra megin og beit hann í andltið, samkvæmt ákæru. Afleiðingar þessa voru að hann hlaut tíu sentimetra langan skurð á vinstri framhandlegg sem náði í gegnum vöðvafell og inn í vöðvabúk, sem sauma þurfti saman með sextán sporum. Hann hlaut jafnframt bitsár á kinn.

Líkt og fyrr segir var hann árið 2001 dæmdur fyrir tilraun til manndráps, en auk þess líkamsárás og árás á lögreglumann. Árið 2008 var hann svo dæmdur í átján mánaða fangelsi en ríflega 50 grömm af amfetamíni fundust á heimili hans í Breiðholti. Sá dómur var svo þungur þar sem hann rauf skilorð.

Það vakti talsverða athygli þegar Ragnar Davíð var stunginn í Kaupmannahöfn af eiganda verslunarinnar Bobby´s. Verslunareigandinn stakk hann sjö sinnum en samkvæmt fréttaflutningi þá var hann að verjast dólgslátum Ragnars. Þá var hann snúinn niður af Sæmundi Pálssyni, einnig þekktum sem Sæma Rokk, árið 2008 eftir að hafa ráðist inn á heimili hans og látið ófriðlega. Ragnar var þá í kókaínvímu eins og fram kom í frétt DV af málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum