fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

Olís bregst við misskilningi Bryndísar: „Ég dey úr hlátri“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 14:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir gátu hlegið yfir misskilningi Bryndísar Steinunar, förðunarfræðings og biblíukennara, en hún varð fyrir því óláni að kaupa svokallaðan vegaborgara sem hún hélt að væri vegan. Vegaborgari er þó ekki vegan vegna majónes sem finna má á borgaranum.

Vísir greindi fyrst frá þessum misskilningi. Bryndís tilkynnti fyrr í dag innan íslenska vegan-hópsins á Facebook að Olís hygðist bregðast við þessum misskilningi. „Ég var að fá símtal frá Olís áðan. VEGA BORGARINN verður breytt í vegan og ég fæ að vera fyrsti viðskiptavinurinn sem bragða á honum. Segið svo að misskilningur geti ekki haft gott í för með sér,“ skrifar Bryndís.

Margir slógu á létta strengi vegna misskilningsins. Jón Már nokkur skrifaði athugasemd við frétt Vísis sem fékk vel fimmta hundruð læka: „Já ég lenti einmitt í þessu. Ætlaði að kaupa humar en endaði með hamar. Það verður að hafa auðveldari nöfn á humari.“ Penninn Eymundsson notaði tilefnið til að auglýsa bæði veganbók og vegabók.

Í samtali við DV má heyra á Bryndísi að hún taki gríninu ekkert nærri sér. „Ég dey úr hlátri, þetta er það fyndnasta sem ég hef lent í,“ segir Bryndís.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði