fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Hún kom heim úr fríi og opnaði útidyrnar – Varð orðlaus yfir sjóninni sem mætti henni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Katherine Lang kom nýlega heim úr frí mætti henni ótrúleg sjón í nýja húsinu hennar og er óhætt að segja að hún hafi staðið orðlaus í dyragættinni. Hún keypti sér nýlega hús í Beaufort í Suður-Karólínu. Þegar hún kom heim úr fríi ákvað hún að skreppa í nýja húsið og sjá hvort þar væri ekki allt í sóma. Hún keypti húsið í október en býr enn í gamla húsinu sínu og er að láta endurbæta nýja húsið og er því aðeins búin að flytja smávegis af eigum sínum í það.

En við henni blasti eitthvað allt annað en hún átti von á. Í þvottavélinni voru föt sem hún á ekki, búið var að setja sófann hennar út á pall, köttur og hundur voru í húsinu og tvær konur voru að spjalla saman.

Ljóst var að ókunnug fjölskylda hafði flutt inn í húsið.

„Ég sagði: „Hvað eru þið að gera í húsinu mínu?“

Sagði hún í samtali við Beaufort Gazette.

Málið skýrðist fljótt því í ljós kom að fjölskyldan hafði verið blekkt. Tyggra Shepar, 22 ára, sagði að hún hefði flutt inn í húsið eftir að hafa svarað auglýsingu á Facebook þar sem kona að nafni Rosie Ruggles auglýsti húsið til leigu. Leigan var frekar lág og því hikaði Shepard ekki við að hafa samband við konuna og leigja húsið.

„Ég var niðurbrotin þegar ég komst að því að þetta væri lygi. Það er erfitt að finna húsnæði í Beaufort.“

Lögreglan var fengin á vettvang og náðist að leysa málið með því að Shepar og fjölskylda hennar fengu nokkurra daga frest til að flytja. Konan sem leigði henni húsið er ófundin enda var notast við falskt nafn í auglýsingunni á Facebook og ólíklegt má teljast að viðkomandi svikahrappur finnist nokkurn tímann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu

Guðmundur Felix kastar inn handklæðinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur