fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
Fréttir

Davíð hjólar í vinstrimenn vegna gerlavatns: „Þetta hlýtur að vera dropinn sem fyllir mælinn“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 16. janúar 2018 12:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðvegsgerlar í neysluvatni Reykvíkinga er enn eitt dæmið um að innviðir borgarinnar hafi verið látnir drabbast niður á kostnað gæluverkefna meirihlutans í borginni. Þetta segir leiðarahöfundur Morgunblaðsins sem er að öllum líkindum Davíð Oddsson ritstjóri og fyrrverandi borgarstjóri.

Greint var frá því í gær að mælst hafi fjölgun jarðvegsgerla í kalda vatninu í sumum hverfum Reykjavíkur og á Seltjarnarnesi, en ekki í Grafarvogi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnarfirði og Mosfellsbæ. Voru íbúar beðnir um að sjóða vatn áður en það sé drukkið. Talið er að ástæðan fyrir gerlamagninu sé mikil hlákutíð í kjölfar frostakafla, við það geti yfirborðsvatn komist í grunnvatn og flutt með sér gerla.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sagði í samtali við mbl í gærkvöldi að um hafi verið að ræða varúðarráðstöfun og engin hætta sé á ferðum, Heilbrigðiseftirlit borgarinnar mun funda með sóttvarnarlækni og Matvælastofnun um málið í dag. „Við förum betur yfir þetta á morgun. En lærdómur umræðunnar í sumar var nú sá að upplýsa heldur meira heldur en minna. Mér sýnist að það hafi verið gert í þessu tilviki,“ sagði Dagur og vísaði til skólpmengunarmálsins frá því í fyrra.

Segir skýringarnar ótrúverðugar

Davíð rifjar upp það mál: „Saurgerlamengunin fór langt yfir viðmiðunarmörk og upplýsti starfsmaður borgarinnar að hann mundi ekki fara með börn sín í fjöruferð við slíkar aðstæður. Engu að síður sýndi borgin og borgarstjóri málinu engan áhuga og dróst úr hömlu að leysa vandann.“

Þakkar Davíð fyrir að vinstrimeirihlutinn í borginni skyldi „ekki reyna að þegja málið í hel að þessu sinni“. Hann segir skýringarnar sem voru gefnar vera ótrúverðugar: „Skýringarnar sem gefnar eru verða að teljast ótrúverðugar og allt bendir til að þetta sé enn eitt dæmið um að innviðir borgarnnar hafa verið látnir drabbast niður á undanförnum árum á kostnað gæluverkefna meirihlutans. Þetta hlýtur að vera dropinn sem fyllir mælinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“

Vandræðahús í Vestmannaeyjum rifið – „Nánast óviðgerðarhæft eftir margra ára vanhirðu“
Fréttir
Í gær

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona verður veðrið á Menningarnótt

Svona verður veðrið á Menningarnótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife

Fimm ára drengur nærri drukknaður á Tenerife
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá