fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Ökuferðin endaði með ósköpum

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt 27 ára karlmann í tveggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa, þann 15. febrúar í fyrra, ekið bifreið sinni vestur Suðurlandsveg undir áhrifum MDMA, amfetamíns og kannabisefna.

Ökuferðin endaði ofan í skurði eftir að maðurinn missti stjórn á bifreiðinni. Farþegi sem var með í för slasaðist; hlaut brot á lendarlið og mar á brjóstkassa. Við leit á manninum fundust tæp tólf grömm af amfetamíni. Maðurinn hefur ítrekað komist í kast við lögin vegna umferðarlagabrota en þegar slysið varð var þegar búið að svipta hann ökuréttindum ævilangt.

Dómurinn ítrekaði ökuleyfissviptinguna og dæmdi manninn sem fyrr segir í tveggja mánaða fangelsi. Þá var honum gert að greiða sakarkostnað sem nam rúmum 400 þúsund krónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja hjá WOW air: „Veröld mín hrundi“

Flugfreyja hjá WOW air: „Veröld mín hrundi“