fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Dularfullt nauðgunarmál frá 1994 upplýst á þriðjudaginn – Fórnarlambið var sakað um að ljúga til um nauðgunina

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. janúar 2018 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona gekk í gegnum almenningsgarð í New York dag einn 1994 þegar ókunnugur maður réðst á hana, tók hana kverkataki aftan frá, hélt henni fastri og nauðgaði henni. Þetta gerðist um miðjan dag. Málið vakti mikla athygli og er eitt þekktasta nauðgunarmálið í sögu Bandaríkjanna. Vinsæll dálkahöfundur sakaði konuna um að hafa logið til um nauðgunina og lögreglunni tókst ekki að leysa málið fyrr en síðasta þriðjudag.

Dálkahöfundurinn, Mike McAlary, skrifaði reglulega í New York Daily News og lét málið til sín taka. Hann skrifaði í dálki sínum að hann hefði heimildir fyrir því innan lögreglunnar að konan hefði logið til um nauðgunina. Hún væri aðgerðarsinni og það hefði gagnast henni að geta rætt um nauðgunina í ræðu sem hún ætlaði að halda á mótmælum gegn ofbeldi gegn lesbíum.

Þegar konan, sem var 27 ára, kærði nauðgunina til lögreglu gaf hún nákvæma lýsingu á ofbeldismanninum en lögreglan dró framburð hennar í efa og þessar efasemdir smituðust greinilega út til fjölmiðla. Konan hafði verið úti að hlaupa og hafði komið við í verslun á heimleiðinni og var á gangi með innkaupapoka þegar ofbeldismaðurinn réðst á hana.

Afstaða lögreglunnar breyttist þó fljótt þegar sæði fannst á líkama og fatnaði konunnar en tæknin á þeim tíma bauð ekki upp á að hægt væri að aðskilja DNA ofbeldismannsins frá DNA konunnar.

En þrátt fyrir að sæði hefði fundist hélt McAlary áfram að skrifa um konuna og efast um sögu hennar. Hann efaðist um heiðarleika hennar og hvatti til að hún yrði handtekin. Konan fór í mál við blaðið en tapaði því. McAlary lést 1998.

Nú hefur nútímatækni gert lögreglunni kleift að upplýsa málið en hópur lögreglumanna sem vinnur að rannsóknum óupplýstra kynferðisbrota tók málið nýlega til rannsóknar á nýjan leik. Niðurstaða DNA rannsóknar sýndi að ofbeldismaðurinn heitir James Edward Webb en hann er nú 67 ára. Hann afplánar nú þegar lífstíðarfangelsisdóm fyrir aðrar nauðganir. Ekki er hægt að ákæra hann í málinu þar sem of langt er um liðið frá ódæðisverkinu.

Niðurstaðan hefur samt sem áður vakið gleði hjá fórnarlambinu. New York Post hefur eftir Robert Boyce, sem stýrði nýju rannsókninni á málinu, að hún hafi grátið þegar lögreglumenn færðu henni tíðindin.

Martin Garbus, lögmaður konunnar, sagði í samtali við The Guardian að tilfinningar konunnar væru mjög blendnar. Hún finni til, sé ringluð en hafi jafnframt létt við tíðindin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi