fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Ótrúleg atburðarás leiddi til handtöku foringja Yakuza-mafíunnar

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 18:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Taílandi hafði á dögunum hendur í hári Shigeharu Shirai, Japana sem var eftirlýstur fyrir morð í heimalandi sínu árið 2003.

Það þykir ganga kraftaverki næst að lögregla hafi náð að handsama Shirai en segja má á að stór og mikil húðflúr á líkama hans hafi komið upp um hann.

Shirai, sem er 72 ára eða 74 samkvæmt japönskum fjölmiðlum, var myndaður úti á götu í Taílandi í ágúst síðastliðnum af áhugaljósmyndara. Shirai var ber að ofan og vöktu húðflúrin athygli margra netverja en sjálfur hafði ljósmyndarinn ekki hugmynd um skuggalega fortíð fyrirsætunnar, ef svo má segja.

Svo fór að myndin af Shirai barst japönsku lögreglunni sem hafði samband við kollega sína í Taílandi. Svo fór að Shirai var handtekinn á miðvikudag í bænum Lophuri. Yfirvöld í Japan munu fara fram á framsal og er ekki búist við öðru en að taílensk yfirvöld verði við þeirri beiðni.

Shirai þessi er grunaður um morð á fjandmanni sínum árið 2003, en sjálfur var hann hátt settur meðlimur í hinni alræmdu Yakuza-mafíu sem látið hefur mikið fyrir sér fara í undirheimum Japans undanfarna áratugi.

Að því er BBC greinir frá yfirgaf Shirai Japan árið 2005 og flutti til Taílands þar sem hann kvæntist taílenskri konu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“