fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Reknir úr flugvél: „Hinsegin fólk er komið upp á náð og miskunn gagnkynhneigða meirihlutans“

Flugfélag með vafasama sögu – Trump hefur áhrif – Áfallastreituröskun eftir nauðgun

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 7. janúar 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Parið James McDaniel og Hafsteinn Regínuson var rekið úr flugvél SouthWest Airlines í borginni Baltimore í Maryland-fylki fyrir jól. Vísir greindi upphaflega frá atvikinu. Voru þeir þá á leiðinni til fjölskyldu James í Alabama og þurftu þess í stað að taka lest. James segir ástæðuna fyrir því að þeir voru reknir úr flugvélinni fordóma gagnvart samkynhneigðu fólki, sem séu á uppleið í Bandaríkjunum vegna stjórnar Donalds Trump. Atburðurinn hafði mjög mikil áhrif á þá tvo, þar sem þeir eru með áfallastreituröskun. James eftir kynferðisofbeldi frá kvenkyns nemanda við Háskóla Íslands.

Reknir úr flugvél í Baltimore

Hafsteinn, eða Haffi, og James ætluðu að fljúga frá Baltimore til Atlanta þar sem þeir áttu að hitta fjölskyldu James. Þegar þeir voru komnir inn í flugvélina komu þrír lögregluþjónar og kröfðust þess að þeir yfirgæfu flugvélina. Í samtali við DV segir James: „Þeir gáfu enga ástæðu fyrir þessu um borð í vélinni. Þegar við komum út sögðu þeir að Haffi hefði hagað sér ósæmilega, verið móðgandi og fleygt einhverjum hlut í flugþjón. Meira sögðu þeir ekki.“

Þeir skildu lítið í þessu og voru ósáttir við meðhöndlun lögreglunnar og jafnframt hræddir. Haffi brast í grát og lögregluþjónarnir hótuðu að handjárna hann. Þetta olli fjögurra daga töf á ferðaáætlun þeirra og þeir misstu af jólaboðinu hjá fjölskyldu James.

Flugfélag með sögu mismununar

James segist hafa reynt að fá svör frá SouthWest í kjölfar þessa alls en gengið illa. Eina sem stóð í skýrslunni hafi verið „fjarlægðir vegna ölvunar“ en James segir það alls ekki rétt. Hvor um sig hafði drukkið tvo bjóra með kvöldverði á flugvellinum en nokkur tími hafi liðið frá honum uns þeir gengu um borð í flugvélina.

Eftir atburðinn las James sér til um SouthWest og komst að því að flugfélagið á sér sögu mismununar. Farþegum hefur verið vísað frá borði vegna samkynhneigðar, offitu og klæðaburðar. „Okkur finnst eins og á okkur hafi verið brotið. Ég tel að það sé nauðsynlegt að spyrja sig að því hver sé fórnarlambið hérna, hverjum líður illa yfir þessu og varð fyrir áfalli og óvissu í kjölfarið.“

Hann segir að þeir þjáist báðir af andlegum kvillum og eigi erfitt með að láta snerta sig. Þess vegna hafi atburðurinn haft mikil áhrif á þá. „Kvíði og þunglyndi er algengt meðal samkynhneigðra á Íslandi og víðar. Ég er með mikla áfallastreituröskun eftir kynferðilega árás sem ég varð fyrir í Háskóla Íslands. Við erum báðir með skírteini frá TSA (samgöngustofa Bandaríkjanna) sem greinir frá þessu og átti að gera ferðalög eins og þessi auðveldari fyrir okkur.

Nauðgað eftir hrekkjavökupartí

James, sem varð íslenskur ríkisborgari í haust, hefur mátt þola ýmislegt um sína ævi. Eiginkona hans lést og í tvígang hefur hann mátt þola kynferðisofbeldi. Í fyrra skiptið af tveimur mönnum í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum og í það síðara af kvenkyns nemanda við Háskóla Íslands. Gerðist það á Stúdentagörðum í október árið 2016 eftir hrekkjavökupartí. Notfærði hún sér ölvunarástand James sem man lítið eftir atburðinum sjálfum.

Hann tilkynnti árásina til fagráðs Háskóla Íslands um kynferðislega áreitni og kynferðisofbeldi síðastliðinn ágúst. „Ég er enn þá að bíða eftir niðurstöðunum og á von á þeim eftir að ég kem aftur til Íslands. Það er búið að vera mjög erfitt fyrir mig að vera í skólanum vitandi að ég gæti rekist á hana hvenær sem er.“ James telur líklegt að hann muni þurfa að takast á við þetta sjálfur og tilkynnti brotið ekki til lögreglu. „Þegar ég skoða mál fórnarlamba kynferðisofbeldis, sum mun ofbeldisfyllri en þetta, þá held ég að ég viti svarið. Ung kona gerði skelfileg mistök og ég er sá sem tók afleiðingunum. Ég er ekki að leita að hefnd en ég vona að hún geri ekki sömu mistök aftur og það bitni á öðrum.“

Orð Trumps hafa áhrif

Nokkrum mánuðum eftir árásina leitaði James til Kvíðameðferðarstöðvarinnar en skipti síðan yfir í netmeðferð hjá bandarískum sálfræðingi. „Ég hlakkaði mikið til að komast til Bandaríkjanna til að komast aðeins frá þessari reynslu. En það lítur út fyrir að ég hafi fengið nýtt mál til að ræða um við sálfræðinginn minn.“

James segist upplifa varnarleysi eftir atvikið í flugvélinni. „Við, hinsegin fólk, höfum aldrei verið í valdastöðu til að segja frá okkar hlið mála, ofsóknum í okkar garð og persónulegum áföllum. Reknir úr flugvél: „Hinsegin fólk er komið upp á náð og miskunn gagnkynhneigða meirihlutans, sem á fjölmiðlana, flest fyrirtækin og allar ríkisstjórnir.“

Þegar hann skoðar bandarískt samfélag og sér hvernig það mismunar fólki á hverjum degi finnst honum framkoma eins og honum og Haffa var sýnd ekki eiga að koma sér á óvart. „Maður trúir því bara ekki að maður lendi sjálfur í þessu.“ Hann segir Bandaríkin vera að breytast hratt í kjölfar kjörs Donalds Trump, og til verri vegar fyrir minnihlutahópa eins og hinsegin fólk. „Jafnvel þó að Trump virðist vera alveg galinn, þá hvetja orð hans fólk til að mismuna minnihlutahópum á öllum sviðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur

Viktor er óvænti forsetaframbjóðandinn: Safnaði 1.500 meðmælendum nánast í kyrrþey – Kostnaðurinn aðallega tími,bensín og sjoppusamlokur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“