fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

22 létust í Manchester

Mörg börn meðal hinna látnu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. maí 2017 06:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ian Hopkins, yfirlögregluþjónn í Manchester, ræddi við fréttamenn fyrir stundu um sprenginguna í Manchester Arena í gærkvöldi. Hann staðfesti að 22 væru látnir og þar á meðal væri árásarmaðurinn en hafi borið sprengiefni á sér og sprengt það með þessum hörmulegu afleiðingum. Hopkins sagði að börn væru á meðal hinna látnu en gat ekki sagt til um aldur þeirra.

59 særðust í árásinni. Hopkins sagði að um 400 vopnaðir lögreglumenn hafi verið sendir á vettvang i gærkvöldi. Unnið var að rannsókn málsins í alla nótt og að henni verður haldið áfram af fullum þunga í dag. Öryggisgæsla hefur verið hert í Manchester og víða annars staðar í Bretlandi. Vopnaðir og óvopnaðir lögreglumenn munu verða mjög sýnilegir víða, þar á meðal í samgöngukerfinu, lestum og strætisvögnum.

Hopkins sagði að þetta væri það hryllilegasta sem lögreglan í Manchester hefur þurft að takast á við. Hann vildi ekki segja til um þjóðerni árásarmannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum
Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP

Brim fjárfestir í nýjasta kælibúnaði frá KAPP
Fréttir
Í gær

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv