fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Sýfilisfaraldur meðal íslenskra homma

Ráðherra gert viðvart og starfshópur skipaður – Auka þarf aðgengi að smokkum

Hjálmar Friðriksson
Föstudaginn 12. maí 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í fyrra smituðust tæplega 90 manns af lekanda og ríflega 30 af sýfilis, eða sárasótt. Þetta er mikil aukning miðað við síðustu ár og nærri tvisvar sinnum fleiri smit en árið 2015. Samkvæmt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnarlækni hjá embætti landlæknis og ábyrgðarmanni Farsóttafrétta, má rekja þessa aukningu nær alfarið til samkynhneigðra karlmanna. Miðað við fjölda smita á fyrstu mánuðum þessa árs er því spáð að álíka margir eða fleiri muni smitast í ár.

Helga Baldvinsdóttir Bjargardóttir, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, segir það mjög alvarlegt að svo margir samkynhneigðir karlmenn séu að smitast af kynsjúkdómunum. „Við erum enn þá að tala um hóp sem er jaðarsettur og er að upplifa mikla skömm. Við sem samfélag berum ábyrgð á því að fólki líði vel með sína kynhneigð og með hverjum það velur að sofa hjá vegna þess að ef það er að upplifa smán og fordóma þá eru minni líkur á að fólk sé að passa upp á sig og heilsuna,“ segir hún.

„Við erum enn þá að tala um hóp sem er jaðarsettur og er að upplifa mikla skömm.“

Starfshópur skipaður

Þórólfur segir það alþjóðlega þróun í seinni tíð að samkynhneigðir menn smitist í auknum mæli af sárasótt og lekanda. „Þetta eru aðallega karlmenn sem hafa kynmök við aðra karlmenn. Þetta er þróun sem sést í öðrum löndum, bæði Evrópu og Ameríku. Þessi sama aukning er þar hjá þessum hópi. Maður veit það ekki fyrir víst en þetta hlýtur að tengjast því að menn séu orðnir værukærari í kynlífi og nota sennilega minna af verjum eins og smokkum,“ segir Þórólfur.

Hann segir líklegt að faraldurinn muni breiðast út fyrir þennan afmarkaða hóp. „Þegar maður er að sjá þessa aukningu hjá þessum hópi þá getur maður búist við því að það fari að sjást aukning í öðrum hópum, eins og til dæmis gagnkynhneigðum líka. Ég yrði ekki hissa á því,“ segir Þórólfur.

Hann segir að landlæknir hafi nú þegar hafið vinnu við að stemma stigu við kynsjúkdómafaraldrinum. „Við höfum vakið athygli ráðherra á þessu og það hefur verið skipaður starfshópur til að koma með tillögur að aðgerðum. Við höfum líka rætt þetta við Samtökin 78 og bent á þetta. Við höfum beðið þau um að koma með skilaboð til sinna meðlima,“ segir Þórólfur.

Stórhættulegir sjúkdómar

Bæði lekandi og sárasótt geta haft alvarlegar afleiðingar sé ekki brugðist rétt við smiti. Lekandi getur valdið ófrjósemi og sýkingu í liðum, augum, eggjaleiðurum og kviðarholi. Sýklalyf eru notuð gegn lekanda en margir stofnar bakteríunnar eru ónæmir gegn ýmsum sýklalyfjum.

Sýfilis, eða sárasótt, getur valdið alvarlegum hjarta-, heila- og taugasjúkdómum síðar á ævinni sé ekki fullnægjandi meðferð gefin á allra fyrstu stigum sjúkdómsins. Einkenni hennar eru sár á þeim stað þar sem bakterían komst í snertingu. Þau eru ekki alltaf sýnileg þar sem svæðið getur bæði verið inni í endaþarmi eða munni.

HIV-smitum fjölgaði talsvert í fyrra líka en að sögn Þórólfs eru hlutföll á sýkingum eftir kynhneigð jafnari þar. Alls smituðust tæplega 30 einstaklingar af HIV í fyrra. Þórólfur segir að það megi skipta þeim í þrjá meginhópa: samkynhneigða, gagnkynhneigða og sprautufíkla.

Sennilega of værukærir

Helga tekur undir með Þórólfi og segir líklegt að hommar séu sennilega of værukærir. „Það er ekki þannig að þú getir tekið pillu við öllu. Það er fólk sem svarar ekki lyfjameðferð. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér. Við höfum sofnað á verðinum hvað varðar fyrirbyggjandi aðgerðir. Við hjá Samtökunum reynum alltaf að hafa ókeypis smokka í boði, svo það sé ekki hindrun fyrir fólk,“ segir Helga.

Hún segir mikilvægt að auka aðgengi að smokkum á Íslandi. „Það ættu að vera smokkasjálfsalar á skemmtistöðum og annars staðar þar sem líklegt er að kynlíf sé í uppsiglingu. Við erum enn þá með skömm tengda því að kaupa smokka. Þeir sem muna eftir HIV-faraldrinum þá er himinn og haf á milli þess að fólk sé að pæla í þessu núna miðað við þá. Það er engin umræða um það,“ segir Helga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum