fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
FréttirLeiðari

Hvar er hin metnaðarfulla menningarstefna?

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 17. febrúar 2017 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar sex af hverjum tíu Íslendingum fá bók í jólagjöf má segja að þjóðin standi undir því að kallast bókaþjóð. Þjóðin stendur líka undir því nafni þegar hún tekur þátt í hinum árlega landsleik Allir lesa, sem senn lýkur. Á þeim tíma sem lestrarátakið hefur staðið hafa Íslensku bókmenntaverðlaunin verið veitt og sömuleiðis Íslensku þýðingarverðlaunin.

Bóklestur er gefandi og þroskandi. Allir eru sammála um mikilvægi þess að halda bókum að börnum og meðal gleðilegra tíðinda í nýliðnu jólabókaflóði var hversu vel barna- og unglingabækur seldust. Um leið er vitað að lesskilningur barna og unglinga mætti vera svo miklu betri. Með öllum tiltækum ráðum þarf að stuðla að því að börn og unglingar hafi greiðan aðgang að lesefni við hæfi. Börn nenna einfaldlega ekki að lesa bækur sem þeim þykja leiðinlegar, lái þeim hver sem vill. Þau þurfa að hafa aðgang að bókum sem vekja áhuga þeirra og þar skipta bókasöfn máli. Formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, Egill Jóhannsson, nefndi í ræðu sinni við afhendingu Íslensku bókmenntaverðlaunanna að þess finnist mörg dæmi að skólabókasöfn hafi ekki árum saman haft fjármuni til að kaupa nýjar bækur. Það er sitthvað að ef barn sem fer á skólabókasafn getur ekki fundið þar vinsælar nýútkomnar bækur. Það fer sannarlega ekki saman við metnaðarfulla menningarstefnu að skólabókasöfn séu fjársvelt.

Í ræðu sinni furðaði formaður bókaútgefenda sig á því að hér á landi skuli enn vera ríkisrekin námsbókaútgáfa en erlendis sjá almennir útgefendur um slíka útgáfu. Auðvitað vekur þetta furðu og er ekki í samræmi við þróttmikla menningarstefnu. Ríkisrekin kennslubókaútgáfa er tímaskekkja á árinu 2017 – nema í Norður-Kóreu. Almennum útgefendum er sannarlega treystandi fyrir því að gefa út þroskandi og skemmtilegar kennslubækur og ekki er að efa að fjölbreytnin yrði mikil.

Sjálfsagt er verið að bera í bakkafullan lækinn þegar því er svo velt upp hvort ekki sé tímabært að lækka virðisaukaskatt á bækur, sem er hærri hér á landi en víðast hvar annars staðar, eða hreinlega bara fella hann niður. Stjórnmálamenn hafa víst engan áhuga á því, þótt þeir þreytist ekki á að vitna í skáld og skáldskap á tyllidögum. Þannig eru stjórnmálin of oft – mikið er talað en ekki nægilega aðhafst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign

Fjórði dómurinn fallinn í fjölskyldudrama – Faðir situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hjálpað dóttur sinni að kaupa fasteign
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“

Sumir íbúar fagna umdeildum flutningi Kaffistofu Samhjálpar í hverfið – „Einhvers staðar verða viðkvæmir að vera“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera

Árni tætir í sig nýju gæludýralögin og segir Íslendinga vera besservissera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“

Rajan tekur upp hanskann fyrir Snorra og segir Íslendinga í útrýmingarhættu – „Hinn afburðaefnilegi íslenski stjórnmálamaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“

Óli rís til varnar gegn skrifum um munaðarleysingjaheimili hans – „Ég hef heyrt nóg til að vera sármóðgaður“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því

Erna fann ástina í 250 manna þorpi og allir vissu af því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvetja Daða til að staldra við

Hvetja Daða til að staldra við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum

SAFÍR20 ný fjármögnunarleið fyrir íbúðir á Orkureitnum