fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Heimsþekktur hönnuður gerir borðspil um grænmetisræktun á Reykholti

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 29. desember 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borðspil fjalla ekki öll um stríð, morðgátur eða kaup á fasteignum og hótelum. Sum hafa mjög sérstök þemu eins og til dæmis Red November sem fjallar um drukkna sovéska dverga í kafbát og Habemus Papam sem fjallar um páfakjörið árið 1655.

Nú er á leiðinni borðspilið Reykholt frá Frosted Games í Þýskalandi, sterkasta vígi spilamenningarinnar. Leynd hvílir yfir gangverki spilsins, sem verður þó svokallað „worker-placement“ spil, þar sem leikmenn helga sér staði í hverri umferð, en eins og nafnið gerist það á Íslandi. Flestir myndu tengja nafnið við Reykholt í Borgarfirði, Snorra Sturluson og Sturlungastyrjöldina. Slíkt spil hefur áður verið gefið út hérlendis og nefndist Sturlungaspilið frá 1989.

Hið nýja spil fjallar hins vegar um Reykholt í Biskupstungum og grænmetisræktina þar. Samkvæmt útgefanda er takmarkið að rækta tómata og gúrkur í gróðurhúsum og fá ferðamenn á staðinn til að spreða peningum.

Höfundur spilsins er enginn aukvisi í bransanum heldur frekar goðsögn, sjálfur Uwe Rosenberg. 47 ára Þjóðverji sem hefur gefið út borðspil í tuttugu ár og hannað þau síðan hann var barn. Hann hefur gefið út heimsþekkt spil á borð við Bohnanza, Agricola, Le Havre og Patchwork og unnið verðlaun á Spiel Des Jahres, sem er nokkurs konar óskarsverðlaun borðspilanna.

Reykholt mun verða sýnt í október á ráðstefnunni SPIEL í Essen, stærstu sinnar tegundar í heiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði