fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

„Að taka þátt í svona aðgerð tekur á alla sem að því koma“

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 29. desember 2017 16:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú þegar rykið er aðeins farið að setjast eftir slysið í Eldhrauni á miðvikudaginn er gott að horfa aðeins til baka.“ Á þessum orðum hefst Facebook-færsla Víðis Reynissonar, lögreglufulltrúa á Suðurlandi og fyrrum deildarstjóra almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra.

Víðir var ásamt sínu fólki í eldlínunni þegar alvarlegt umferðarslys, eitt hið versta í manna minnum, átti sér stað í vikunni. Alls voru um 300 manns kallaðir til og var almannavarnarkerfi landsins á hæðsta stigi.

„Að taka þátt í svona aðgerð tekur á alla sem að því koma. Sumir standa á vettvangi sem er svo yfirþyrmandi og virðist vera óyfirstíganlegur en þurfa að skipuleggja aðgerðir á augabragði. Velja á milli slasaðra, hver á að fá aðstoð og hver þarf að bíða. Sjá fólk fast undir rútunni og geta lítið gert fyrir þau í upphafi. Uppplifa sorgina og angistina í ættingjum og vinum slasaðra og látinna en þurfa samt að hugsa og skipuleggja aðgerðir til lengri tíma,“ segir Víðir í pistli sínum.

Víðir var ekki á vettvangi slyssins en reyndi sitt besta, ásamt samstarfsmönnum sínum, að útvega það sem þurfti, styðja við á vettvangi með öllum tiltækum ráðum og undirbúa flutning og móttöku slasaðra.

„Þegar búið er að koma öllum í skjól og tryggja að öll aðstoð sem í boði er, hvort það sem er fyrir sálina eða líkmann komist til þeirra sem þurfa, þarf að finna út hvað gerðist. Rannsaka vettvanginn, ökutækin og ræða við þolendur. Læra af aðgerðum og bæta kerfið okkar eftir það. Nú þarf líka að taka frá tíma, hlúa að hvort öðru og muna að við erum bara venjulegt fólk í óvenjulegum hlutverkum. Mörg okkar geta talað af reynslu þegar kemur að langtímaáhrifum af svona verkefnum. Enginn á að þurfa að burðast með það einn og allir þurfa að nota þá aðstoð sem í boði er og verður á komandi dögum,“ segir Víðir.

Hann segir að þegar kemur að því að velja fólk ársins þá sé val hans augljóst. „Ég er allavega búinn að kjósa fólks ársins hjá mér. Það eru viðbragðsaðilarnir á Kirkjubæjarklaustri og Vík sem fremst fóru í að bjarga því sem bjargað varð. Farið varlega um áramótin og vonum að við fáum tíma til að undirbúa okkur áður en næsta hópslys verður, það er bara spurning um tíma og staðsetningu, því miður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd