fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Martröð í Breiðafirði breyttist í ógleymanlegt ævintýri: Bónorð um borð í björgunarbát

Austri SH var með útrunnið farþegaleyfi þegar hann steytti á skeri – „Þetta voru mín mistök“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 28. desember 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegabáturinn Austri SH, sem steytti á skeri í gær við Skoreyjar, um þremur kílómetrum austan við Stykkishólm, var ekki með tilskilin leyfi þegar slysið átti sér stað. Farþegaleyfi bátsins rann út þann 25.desember eða tveimur dögum fyrir slysið. „Þetta voru mín mistök. Ég leit á gildistíma trygginganna sem er í sama skjali og taldi þar með að leyfið væri í fullu gildi,“ segir Hreiðar Már Jóhannesson, skipstjóri bátsins. Hann uppgötvaði það sjálfur mistökin þegar í land var komið og lét lögreglu og Samgöngustofu vita.

Að hans sögn hefur báturinn undirgengist miklar breytingar undanfarin misseri sem hefur orðið þess valdandi að báturinn hefur fengið leyfi til skamms tíma í senn. Þá hafi hann ekki verið að spá mikið í mögulegt leyfisleysi bátsins þar sem ekki var komið að mánaðarlokum. „Leyfið er yfirleitt veitt til mánaðarloka og því er í raun frekar einkennilegt að það hafi runnið út 25. þessa mánaðar. Staðan á bátnum er núna sú að það vantar einn hlut, sem hefur ekkert með öryggi bátsins að gera, til þess að að hann fái leyfi til lengri tíma,“ segir Hreiðar.

Bónorð um borð í björgunarbát

Báturinn er gerður út af fyrirtækinu Ocean Adventures og hefur rúmar 9 manns. Þegar slysið átti sér stað var sjö manna bresk fjölskylda um borð ásamt skipstjóra, kona með þrjú börn sín, tengdabörn og kornabarn. Fram hefur komið að fólk hafi verið nokkuð skelkað þegar því var bjargað um borð í farþegaskipið Særúnu. Einn slasaðist við slysið, fékk höfuðhögg og skurð undir auga, en meiðslin voru ekki alvarleg.

Óhætt er að segja að breska fjölskyldan hafi tekið áfallinu vel og gert gott úr aðstæðum. Þegar í björgunarbátinn var komið gerði einn tengdasonurinn sér lítið fyrir og bað um hönd kærustu sinnar. Urðu mikil fagnaðarlæti þegar tilboðið var samþykkt nánast án umhugsunar. „Það var mjög skemmtilegt. Eftir að ljóst var að öryggi allra væri tryggt þá má segja að fjölskyldan hafi litið á þetta sem ótrúlega lífsreynslu,“ segir Hreiðar.
Hann hafi síðan hitt fjölskylduna daginn eftir og farið með þau að bátnum til þess að sýna þeim skemmdirnar. „Þau höfðu mjög gaman af því. Það má sannarlega segja að þetta hafi farið vel að lokum,“ segir Hreiðar.

Hann vildi að lokum koma á framfæri kærum þökkum til björgunarsveitarinnar Berserkja fyrir hjálpina sem og allra þeirra sem komu að björguninni. „Ég vil endilega hvetja alla til þess að muna eftir því að kaupa flugelda af björgunarsveitunum,“ segir Hreiðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við

Sigur hjá Harvey Weinstein: Dómi gegn honum í New York snúið við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“