fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Danmörk – Óvenjulega mörg börn myrt á árinu 2017

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. desember 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sem af er ári hafa 54 verið myrtir í Danmörku. Það sem vekur mestan óhugnað hjá flestum er hversu mörg börn eru meðal fórnarlambanna en þau eru 12 en það eru mun fleiri börn en hafa verið myrt á undanförnum árum. Fjölda morða er einnig í hærri kantinum þetta árið miðað við undanfarin ár.

Aðeins níu dagar voru liðnir af árinu þegar fyrstu börnin fundust myrt. Í raðhúsi í litla bænum Ulstrup, sem er nærri Randers á Jótlandi, fann lögreglan sex lík þann 9. janúar. Þetta voru íbúar hússins. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að faðirinn hafði myrt eiginkonu sína og fjögur börn þeirra áður en hann tók eigið líf. Börnin voru á aldrinum 3 til 16 ára.

Þetta var aðeins upphafið að óhugnaðinum. Í byrjun febrúar var 18 mánaða drengurinn laminn svo illa í Haderslev að hann lést. Vinur móður hans er grunaður um verknaðinn og er í haldi.

Í apríl var lögreglunni tilkynnt um heimilisófrið í Brønshøj í Kaupmannahöfn. Þegar lögreglumenn komu á vettvang fundu þeir lík þriggja barna og móður þeirra. Börnin voru 3, 14 og 15 ára. Faðir barnanna játaði síðar um daginn að hafa myrt fjölskyldu sína. Mál hans verður tekið fyrir hjá dómstólum á næsta ári.

Um miðjan maí fann lögreglan lík 18 mánaða drengs í íbúð í Lyngby. Móðir hans er grunuð um að hafa kyrkt hann. Hún situr í gæsluvarðhald og hefur verið ákærð.

Þann 16. október fundu iðnaðarmenn lík kornabarns grafið nærri leiksvæði í Glostrup. Lögreglan telur að 21 árs rúmensk kona sé móðir barnsins og að hún hafi myrt það. Ekki er vitað hvar konan er en lýst hefur verið eftir henni.

Þennan sama dag var Servet Abdija, 16 ára, skotinn til bana fyrir framan heimili sitt á Ragnhildgade, sem er á milli Austurbrúar og Norðurbrúar í Kaupmannahöfn. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en lögreglan hefur líkt morðinu við hreina aftöku, setið hafi verið fyrir Servet.

Þann 11. nóvember fann maður eiginkonu sína og son látin á heimili þeirra í Gentofte. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að konan hafði myrt drenginn og síðan tekið eigið líf. Drengurinn var tæplega 16 mánaða.

Danska ríkisútvarpið segir að á síðasta ári hafi átta börn verið myrt og tvö árið 2015. 2017 sker sig því verulega úr.

Aðeins morðið á Servet Abdija er óupplýst. Sex ungir menn sáust hlaupa frá morðvettvanginum en lögreglan hefur enn ekki handtekið neinn vegna málsins. Lögreglan segir að málið sé flókið og ekki sé enn vitað af hverju Servet var myrtur en líklegast tengist morðið einhverjum deilum.

Auk morðsins á Servet eru sjö önnur morð óupplýst en það er óvenjulega hátt hlutfall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum