fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Heimsþekktur vísindamaður telur að áfengisdrykkja muni senn líða undir lok

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 18. desember 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsþekktur prófessor, David Nutt, telur að ekki muni langur tími líða þar til Vesturlandabúar verða nær allir hættir að drekka áfengi. Þetta geti gerst á næstu áratugum. David þessi er breskur sérfræðingur um vímuefnamál og starfaði lengi að þeim málum fyrir bresk heilbrigðisyfirvöld.

Nutt segir að breytingar séu að verða í vímuefnamálum; þannig séu rafsígarettur hægt og bítandi að taka við af hefðbundnu reyktóbaki og Nutt segir að það sama muni gerast varðandi áfengið.

Spáir hann því að áður en langt um líður muni nokkurs konar gerviáfengi, efni sem líkja á eftir áhrifum áfengis en er þróað og framleitt á rannsóknarstofu, ná undir sig markaðnum. Efnið muni ekki valda timburmönnum; höfuðverk og slappleika daginn eftir og af þeirri ástæðu verða vinsælla en hið dæmigerða áfengi.

„Eftir 10 til 20 ár held ég að íbúar á Vesturlöndum muni ekki drekka áfengi nema við mjög sérstök tilefni,“ segir hann við breska blaðið Independent og bætir við að áhrifin verði þau sömu og varðandi rafsígaretturnar. Útbreiðsla þeirra hefur aukist mjög á undanförnum árum enda þykja þær heilbrigðari kostur en tóbakið og öll aukaefnin sem því fylgja. „Tóbak og sígarettur munu hverfa alveg,“ segir hann.

Í umfjöllun Independent er þess getið að áfengi; áfengistengdir sjúkdómar og veikindi þar á meðal, kosti bresk heilbrigðisyfirvöld 3,5 milljarða punda á ári hverju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Í gær

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas

Vaxandi reiði meðal íbúa Gaza í garð Hamas
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku

Kynferðisbrotin skemma fyrir klifri Sigga hakkara upp metorðastigann í Danmörku