fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Aðalheiður hatar jólasveinana: „Ég lagði heilmikið á mig til að heilla þennan kallpung“

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 12. desember 2017 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðalheiður Ámundadóttir, blaðamaður Fréttablaðsins og fyrrverandi starfsmaður þingflokks Pírata, segist á Facebook-síðu sinni hata jólasveinanna. Hún nefnir nokkrar ástæður fyrir þessu eins og að jólasveinarnir gefa börnum ríkra meira í skóinn.

„Hugvekja um jólasveininn; hataða persónu á mínu heimili. Ég hata jólasveininn. Í fyrsta lagi finnst mér fáránlegt foreldrar telji börnum trú um að þau eigi að vera þæg og góð því þá fái þau verðlaun frá skeggjuðum gömlum kalli sem komi að rúmstokki þeirra um miðjar nætur,“ skrifar Aðalheiður á Facebook-síðu sína.

Hún segir það neikvætt fyrir börn að upplifa það að nánast guðleg vera elski aðra meira. „Í öðru lagi mismunar jólasveinninn eftir félagslegum aðstæðum barna og það er hræðileg tilhugsun fyrir barn að nánast guðleg vera (jólasveinninn er í rauninni bara upphitun fyrir guðstrú) skuli sýna því minni elsku en öðrum börnum án nokkurs samhengis við hegðun þess, þvert gegn fullyrðingum foreldrana,“ segir Aðalheiður.

Hún segist þekkja þetta af eigin reynslu: „Ég var virkilega virkilega óþægt barn. Nema í desember. Ég var hjálpsemin uppmáluð heima við og herbergið mitt fínt og strokið alla daga þessa örfáu daga ársins sem jólasveinninn var á ferð. Ég lagði heilmikið á mig til að heilla þennan kallpung. En allt kom fyrir ekki. Ég fékk aldrei neitt í líkingu við það sem besta vinkona mín fékk frá jólasveininum. Yfir þessu grét ég sem barn og skildi ekki þetta óréttlæti af hendi bestu persónu í heimi. Mamma var alveg í öngum sínum líka og við eiginlega báðar fangar þessarar fáránlegu hefðar. Ég skora því á foreldra sem hafa efasemdir um þessa hefð að láta af allri meðvirkni og hætta að ljúga.“

Stöðufærsla hennar hefur vakið nokkra athygli og taka margir undir með henni. Þorfinnur Ómarsson, fjölmiðlamaður og sonur Ómars Ragnarssonar, segist aldrei hafa trúað á jólasveininn vegna föður síns. „Ég trúði aldrei á jólasveininn, missti eiginlega alveg af því dæmi, enda lék pabbi einn slíkan, svo ég fylgdist með honum fara í gervið frá því áður en ég man eftir mér. Finnst það eiginlega bara fínt, tómt rugl að reyna að plata börnin svona, einsog þú segir,“ skrifar Þorleifur.

Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að jólasveinarnir væru best geymdir hjá sér og tekur Aðalheiður undir með honum. „Þá má velta fyrir sér hversu góðar fyrirmyndir þeir bræður eru miðað við lýsingar, t.d. gluggagægir. Hann ætti eiginlega að vera lokaður inni!,“ segir Páll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Í gær

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“

Sverrir tjáir sig um handtökuna – „Hissa á þessu leikriti“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka

Sigríður Hrund dregur forsetaframboð sitt til baka
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“