fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Svandís styður uppbyggingu Landspítalans við Hringbraut og lætur þingið glíma um rafretturnar

Svandís Svavarsdóttir er nýr ráðherra heilbrigðismála

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 11. desember 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók við mörgum verkefnum frá forvera sínum í embætti, Óttari Proppé, þar á meðal rafrettufrumvarpið umdeilda. Staðsetning Landspítalans hefur einnig verið gagnrýnd harðlega.

Staðsetningu Landspítalans hefur borið á góma undanfarin misseri, hefur uppbyggingin við Hringbraut verið gagnrýnd harðlega og lagt til að nýr spítali verði byggður annars staðar. Verður haldið áfram á sömu braut?

„Að sjálfsögðu. Ef við förum að taka upp skipulag og vinnu sem hefur verið í undirbúningi í mörg ár þá værum við enn að fresta uppbyggingu nýs háskólasjúkrahúss. Það er óboðlegt.“

Aðgengi að rafrettum varð nokkuð hitamál á síðasta kjörtímabili, það mál bíður enn afgreiðslu. Verður aðgengi að rafrettum takmarkað?

„Málið hans Óttars er á minni þingmálaskrá þannig að ég geri ráð fyrir að þingið fái að glíma við það aftur. Rafretturnar eru utan allra kerfa, enda tiltölulega nýjar á markaði, og hér er viðleitni til að ná utan um það með einhverju móti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd