fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Sighvatur segir Birni Þorra til syndanna: Stjórnarskrárvarinn réttur til að hræða 10 ára barn?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. desember 2017 12:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hann segir í viðtali að ekkert sjái hann við þetta athugavert. Það sé „stjórnarskrárvarinn réttur“ sinn að fá að mótmæla. „Stjórnarskrárvarinn réttur sinn“ að fá að hræða 10 ára barn? Fá að skapa því martröð? Fá að ásækja það dögum saman? Er það þá „stjórnarskrárvarinn réttur“ að fá að skapa börnum stjórnmálamanna ógn? Hvað um börn lögfræðinga?“

Þessara spurninga spyr Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra og alþingismaður, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er upprifjun á þeim ágangi sem Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrverandi alþingismaður og fyrrverandi borgarstjóri varð fyrir árið 2009 er hópur fólks mótmælti fyrir utan heimili hennar hvað eftir annað. Ástæðan var reiði vegna hárra kosningastyrkja sem Steinunn hafði fengið frá þekktum fyrirtækjasamsteypum í prófkjörsbaráttu árið 2009.

Björn Þorri Viktorsson
Björn Þorri Viktorsson

Einn af þeim sem tóku þátt í þessu umsátri var Björn Þorri Viktorsson lögmaður. Eins og kom fram í frétt á dv.is fyrir skömmu sér hann ekki eftir þessu og telur það hafa verið stjórnarskrárvarinn rétt sinn að mótmæla með þessum hætti. Þetta er Sighvatur ekki sáttur við og skrifar:

„Unglingur, dóttir Steinunnar Valdísar – lýsir í fjölmiðlum ótta sínum þegar hópur „reiðra karla“ kom saman dag eftir dag fyrir framan heimili hennar til þess að gera hróp að móður hennar. Stúlkan heitir Kristín. Hún var þá 10 ára gömul. Segir hún frá óttanum sem „reiðu karlarnir“ vöktu henni. Óttinn varð að martröð þegar hún hélt, að „reiðu karlarnir“ hefðu brotist inn á heimili fjölskyldunnar. Dag eftir dag þjáðist barnið. Hvað sagði Björn Þorri? Nú er vitað og má sjá af ljósmyndum hverjir voru í þessum hópi sem hræddu saklaust barnið. Skammast þeir sín? Sjá þeir eftir framferði sínu? Einn þeirra mun hafa verið Björn Þorri, lögfræðingur. Gerir hann það? Skammast hann sín? Sér hann eftir framferði sínu? Hann segir í viðtali að ekkert sjái hann við þetta athugavert. Það sé „stjórnarskrárvarinn réttur“ sinn að fá að mótmæla. „Stjórnarskrárvarinn réttur sinn“ að fá að hræða 10 ára barn? Fá að skapa því martröð? Fá að ásækja það dögum saman? Er það þá „stjórnarskrárvarinn réttur“ að fá að skapa börnum stjórnmálamanna ógn? Hvað um börn lögfræðinga? Er það líka „stjórnarskrárvarinn réttur“, Björn Þorri og Brynjar Níelsson, að ógna þeim og hræða þau? Eða er rétturinn bara sá að mega ógna börnum stjórnmálamanna? Og þá af hverju? Jú, af því að þetta eru allir sagðir vera þjóðníðingar og landráðamenn. Kannast Björn Þorri eitthvað við slíkar nafngiftir? Kannast þeir, sem notuðu þær til þess að ráðast á fjölskyldur stjórnmálamanna, kannski við þær enn? Eru þeir enn sömu skoðunar? Þeir allir sem einn? Hver spyr? Og hver spyr? Og hverja? Og af hverju? Vill sá sem spyr kannski fá heimsókn frá þeim, sem spurðir eru? Svona eins og Steinunn Valdís, Davíð Oddsson, Guðlaugur Þór og Þorgerður Katrín fengu? Er það ekki „stjórnarskrárvarinn réttur“? Sá, sem spyr, hefur svo sem orðið fyrir ýmsu. Einu sinni stóð maður inni á gólfi hjá honum og upplýsti hann um að til stæði að drepa hann. Af því varð nú aldrei. En það er kannski líka „stjórnarskrárvarinn réttur“ gagnvart stjórnmálamanni? Hvað segir þú, Björn Þorri? Eða telst þú bara vera ógnun við lítil börn og mæður þeirra?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum