fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fatlaður maður með rúmt kíló af kókaíni innvortis

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 9. desember 2017 09:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fatlaður erlendur maður reyndist vera með eitt mesta magn fíkniefna innvortis sem lögregla hér þekkir dæmi til, eins og kemur fram í eftirfarandi tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum:

„Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú fíkniefnamál þar sem í hlut á erlendur, líkamlega fatlaður karlmaður á fimmtugsaldri. Hann reyndist hafa innvortis eitt mesta magn fíkniefna sem lögregla hefur séð, eða rúmlega eitt kíló af kókaíni í 106 pakkningum. Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi.

Það var 22. nóvember síðastliðinn sem tollgæslan stöðvaði manninn við komuna til landsins. Hann var þá að koma frá Frankfurt. Lögregla var kvödd til þar sem grunur lék á að maðurinn væri með fíkniefni innvortis. Hann var færður til röntgenmyndatöku og kom þá ljós að hann var með mikið magn af aðskotahlutum innvortis sem reyndust vera kókaínpakkningarnar ofangreindu.

Umræddur maður hefur áður komið við sögu lögreglu í Belgíu vegna fíkniefnamála þar.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa