fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Brynjar Níelsson svarar fyrir sig: „Þú kæfir okkur hin í endalausum fyrirspurnum um ekki neitt“

Hjálmar Friðriksson
Sunnudaginn 12. nóvember 2017 20:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, svarar fyrir sig á Facebook-síðu sinni en líkt og DV greindi frá fyrr í dag skaut Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, nokkuð hörðum skotum á hann á sama vettvangi. Helgi Hrafn sagði að Brynjar gæti varla gagnrýnt Pírata fyrir afstöðuleysi á þingi meðan hann hafi ekki lagt nokkuð mál fram á Alþingi.

Sjá einnig: Helgi Hrafn skýtur fast á Brynjar Níelsson: „Áður en þú byrjar að kasta grjóti næst skaltu íhuga aðeins hvar þú stendur“

„Sé að vinur minn, Helgi Pírati, er viðkvæmur fyrir því að ég skyldi deila pistli Björn Bjarnasonar um slægleg vinnubrögð Pírata á þinginu, lítið framlag í nefndarstörfum og afstöðuleysi þeirra til þingmála. En Helgi metur framlag þingmanna eftir þvi hvað lögð eru margar vitlausar fyrirspurnir og þingsályktanir fyrir þingið. Hann hefur greinilega aldrei starfað í stjórnarmeirihluta og veit ekki hvað felst í formennsku í þingnefndum. Ég hef bara eitt ráð til Helga. Kynntu þér málin sem eru til meðferðar og taktu afstöðu til þeirra áður en þú kæfir okkur hin endalausum fyrirspurnum um ekki neitt,“ segir Brynjar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu