fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
Fréttir

Gekk berserksgang í Vestmannaeyjum: Stal 75 lundum og réðst sömu nótt á menn með sjónvarpi og hamri

Hjálmar Friðriksson
Þriðjudaginn 7. nóvember 2017 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríflega tvítugur maður, Kristleifur Kristleifsson, hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir fjölmörg brot í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem hann hafi gengið berserksgang aðfaranótt föstudagsins 5. ágúst, um viku eftir Þjóðhátíð, en öll brotin utan eitt áttu sér stað þá nótt.

Af afbrotum Kristleifs eru tvær sérstaklega hættulegar líkamasárásir alvarlegastar. Hann var dæmdur fyrir að hafa ráðist á karlmann sem lá í rúmi á heimili sínu, en Kristleifur sló hann með krepptum hnefa í andlitið, henti sjónvarpi tvisvar sinnum í höfuð hans og sparkaði nokkrum sinnum í líkama hans, en spörkin lentu meðal annars á höfði hans. Af heimili þessa manns stal Kristleifur 14 töflum af þunglyndislyfinu Ecitalopram.

Hann var enn fremur dæmdur fyrir hafa ráðist á annan mann í sama húsi og slegið hann nokkrum sinnum með krepptum hnefa í andlitið og slegið hann margsinnis með hamri í líkamann.

Kristleifur var enn fremur dæmdur fyrir að hafa brotist inn í bifreið þessa sömu nótt og rifið frá spjald undir mælaborði og stýri þannig að vírar héngu niður úr mælaborðinu. Kristleifur var svo dæmdur fyrir að hafa stolið 75 lundum sem voru í reykingu í reykskúr.

Kristleifur viðurkenndi brot sín skýlaust en hann á að baki langan sakaferil þrátt fyrir ungan aldur. Hann var til að mynda dæmdur í 8 mánaða fangelsi þann 7. september 2016 fyrir líkamsárásir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing

Ymur Art sakfelldur fyrir morð á móður sinni en honum ekki gerð refsing
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni

Ísraelar fagna eftir lokaðan fund Eurovision – Íslendingum og Slóvenum tókst ekki að reka þá úr keppninni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum