fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Íslendingar taka hrekkjavöku fagnandi

Björn Þorfinnsson
Mánudaginn 30. október 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sífellt færist í vöxt að Íslendingar haldi hrekkjavöku, sem fer fram 31. október ár hvert, hátíðlega. Þökk sé bandarísku afþreyingarefni þá ríkir sá algengi misskilningur að um sé að ræða útþynnta og markaðsvædda ameríska hefð og út af því fussa margir og sveia þegar hátíðina ber á góma. Sannleikurinn er hins vegar sá að um er að ræða aldagamla keltneska hefð þar sem færðar voru þakkir fyrir uppskeru sumarsins og koma vetrarins boðuð. Hefðir eins og brennandi kerti í graskeri koma frá Írlandi og Skotlandi þar sem yfirleitt var notast við næpur.

Burtséð frá upprunanum þá er ljóst að hrekkjavaka er komin til að vera á Íslandi. Hér á landi er þó aðeins meiri sveigjanleiki varðandi hvenær hátíðarhöldin fara fram. Þannig eru fjölmörg hrekkjuvökupartí skipulögð um allt land um helgina. Íbúar í heilu bæjarfélagi, nánar tiltekið á Seltjarnarnesi, hafa síðan tekið höndum saman og skipuleggja sérstakan tíma þar sem börnin í bænum geta gengið á milli húsa og boðið húsráðendum að borga sér nammi gegn því að vera látnir í friði.

Hugmyndin um að skilgreina sérstakan „Grikk eða gott“-tíma var borin upp á Facebook-síðu íbúa á Seltjarnarnesi og var sérstök kosning skipulögð um viðburðinn. Hundrað og sjötíu íbúar samþykktu viðburðinn glaðir í bragði en þrjátíu einstaklingar völdu valkostinn „Ekki fleiri amerískar hefðir“. Það má því búast við vampírum, nornum og ýmiss konar forynjum á vappi um Seltjarnarnesið milli 17–19 á laugardaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“

Fiskadauði í Grenlæk – „Aðkoman var vægast sagt sorgleg og ógeðsleg og óþefurinn eftir því“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“

Allt logar út af meintum árásum „skrímsladeildarinnar“ – Stefán Einar svarar fyrir sig – „Það sýnir hverskonar ógeð þeir eru“
Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“

Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins húðskammar flokkinn sinn – Orðinn hundleiður á að ósanngjörnum sköttum og sýndarstjórnmálum „sem enginn kaupir lengur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna

Rafmagnað andrúmsloft í upphafi kappræðna forsetaframbjóðendanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi

Vilhjálmur spyr hvort ríkið ætli að láta Harald komast upp með að hafa gefið starfsmönnum hundruði milljóna í heimildaleysi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar

Drengurinn á Nýbýlavegi lést vegna köfnunar