fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Martröð 27 ára Skota í Dúbaí

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 23. október 2017 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tuttugu og sjö ára rafvirki frá Skotlandi hefur verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Fjallað var um málið hér á landi, en maðurinn, rafvirkinn Jamie Harron, komst í kast við lögin fyrir litlar sakir.

Forsaga málsins er sú að Jamie var staddur á kaffihúsi í Dúbaí þann 15. júlí. Hann var á leið til Afganistans starfs síns vegna en millilenti í Dúbaí þar sem hann fór á kaffihús til að drepa tíma.

Í frétt BBC, sem fjallaði um málið á dögunum, kemur fram að nokkuð fjölmennt hafi verið á kaffihúsinu og til að forðast það að hella kaffinu niður varð Jamie það á að snerta annan karlmann. Hann var að fikra sig fram hjá fólki þegar hann lagði höndina á mitti mannsins sem brást ókvæða við.

Til að gera langa sögu stutta var lögregla kölluð til og var Jamie handtekinn. Hann sat í fangelsi í fimm daga og var vegabréf hans tekið af honum meðan dómstólar unnu úr málinu. Nú, tæpum þremur mánuðum síðar, er dómur fallinn og hefur Jamie verið dæmdur í þriggja mánaða fangelsi.

Mannréttindasamtök, Detained in Dubai, létu sig málið varða og reyndu þau að þrýsta á yfirvöld í Dúbaí til að leyfa Jamie að yfirgefa landið. Hann var úrskurðaður í farbann eftir að málið kom upp og þurfti að standa straum sjálfur af kostnaði við að gista á hótelum.

Samtökin segja að dómnum verði að líkindum áfrýjað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd