fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Enginn gat útskýrt þjófnaðina úr flugrútunni – Síðan tók árvökull bílstjóri eftir sérkennilegri ferðatösku

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. október 2017 06:26

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðin á milli Parísar og flugvallarins í Beauvais, norðan við frönsku höfuðborgina, tekur um 75 mínútur með flugrútunni. Undanfarið hefur mikið borið á þjófnaði úr ferðatöskum sem voru í farangursgeymslu í rútunni og hefur fólk staðið ráðþrota frammi fyrir þessu og ekki fundið neina skýringu á hver eða hverjir hafi verið að verki og hvernig staðið var að þjófnuðunum. En rúmri viku tók árvökull bílstjóri eftir svolitlu einkennilegu við eina ferðatöskuna, sem var í farangursrými rútu hans, og þannig komst upp um hvað hafði verið í gangi.

Að vonum vakti það mikla undrun að munir hurfu úr töskunum þegar þær voru í farangursgeymslum á leiðinni á milli borgarinnar og flugvallarins enda geymslurnar undir rútunni og ekkert aðgengi að þeim innan úr farþegarýminu. Fyrir rúmri viku tók árvökull bílstjóri eftir því að þegar verið var að setja stóra svarta ferðatösku inn í rútuna þá var eins og taskan hreyfðist. Hann var ekki lengi að átta sig á hvað var á seyði og hringdi strax í lögregluna.

Lögreglumenn biðu síðan eftir rútunni á endastöð hennar á flugvellinum og opnuðu farangursrýmið og umrædda ferðatösku. Í henni var rúmenskur karlmaður sem var handtekinn grunaður um að hafa stolið úr ferðatöskum í rútunni. Hann hafði haft nægan tíma til að athafna sig í farangursrýminu á leiðinni til flugvallarins og taka verðmæti úr töskum farþeganna.

Í töskunni, sem Rúmeninn var í, fann lögreglan tölvu, peninga og önnur verðmæti sem tilheyrðu honum ekki. Annar Rúmeni var síðan handtekinn vegna málsina að sögn AFP.

Sá sem var í töskunni var dæmdur í átta mánaða fangelsi í síðustu viku en samverkamaður hans var dæmdur í eins árs fangelsi en hann fékk þyngri dóm vegna fyrri dóma sem hann hefur hlotið í Frakklandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar