fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Tara mátti þola dónaskap og kynferðislegar athugasemdir er hún kom Freyju til varnar: „Tara Margrét farðu og fáðu þér snúð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. október 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tara Margrét fékk yfir sig athugasemdir tengdar mataræði og vaxtarlagi ásamt kynferðislegum athugasemdum er hún kom vinkonu sinni Freyju Haraldsdóttir til varnar í kommentakerfi vefmiðils í vikunni. Umsókn Freyju, sem er fötluð, um að gerast fósturforeldri var hafnað og vakti fréttaflutningur af því máli nokkra athygli.

Töru þótti óréttlátt að umsókn Freyju skyldi hafnað án þess að lagt væri mat á getu hennar. Er hún tjáði sig um þetta í netumræðum fékk hún hins vegar yfir sig ýmiskonar dónaskap en sýnishorn af umræðunni fylgir hér í tveimur skjámyndum.

Tara ritar pistil um málið og umræðuna á Facebook-síðu sína. Þar segir:

Ég gat ekki á mér setið við að renna í gegnum kommentakerfið í tengslum við mál kærrar vinkonu í gær. Það er óþolandi að þurfa að hugsa eftir á að ég hefði betur látið það ógert, sérstaklega í miðri #metoo-byltingunni.

Svona notfæra karlar sér viðkvæma stöðu kvenna í jaðarstöðu til að þagga niður í þeim og beita þær ofbeldi. Á sama tíma og við erum afbrigðilegar og ógeðslegar erum við líka viðfangsefni blætis, sem hefur oft með undirokaða stöðu okkar að gera. Það er jú auðveldara að misþyrma okkur líkamlega, andlega og kynferðislega ef við erum ekki heilar og fullgildar manneskjur. Það er greinilegt að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þeir eiga viðlíkar samræður um mig.

Þetta eru ekki skrímsli, þetta eru fjölskyldumenn, feður. Þetta er klárlega ýkt og gróft dæmi og ekkert allir sem myndu láta hafa svona eftir sér en þetta byggir allt á vægari birtingarmyndum fordóma eins og að feitt fólk sé heilsufarslegur faraldur sem sé byrði á samfélaginu. Eins með fatlað fólk og aðra jaðarsetta hópa.

Að sjá aldrei jákvæðar birtingarmyndir af feitu fólki í fjölmiðlum heldur bara heróp og aðvaranir um flóðbylgjur og faraldra, ásamt myndum sem sýna feitt fólk í afkáralegum stellingum (og mögulega bara einn afmarkaðan líkamshluta, oftast maga) sem er ætlað að vekja viðbjóð hjá áhorfendum hefur þau áhrif að feitt fólk er hlutgert, það nýtur ekki þeirrar ímyndar meðal samfélagsins að það séu manneskjur úr holdi og blóði og með tilfinningar. Bara eins og þú, maki þinn, börnin þín, foreldrar og systkini.

Því eðlilegri og normalíseraðri sem fordómar verða í samfélaginu því auðveldara verður fyrir suma einstaklinga að ganga lengra og lengra. Ekki misskilja mig, ég er ekki að firra þessa einstaklinga ábyrgð. Flestir fordæma það sem þeir segja þarna. En þessi viðhorf þeirra eru samt sem áður endurspeglun á samfélagslegum gildum. Þau koma ekki upp úr þurru. Þessvegna er svo mikilvægt að við segjum eitthvað við hverskonar ályktunum um jaðarhópa sem einkennast af fáfræði, vægari birtingarmyndum fordómanna og upprætum þá með rótum.

Það þarf ekki að fara í neinar rökræður, stundum er bara nóg að segja „þetta er ekki í lagi“ eða „mér líður ekki vel með hvernig þú/þið eruð að tala“. Dropinn holar steininn.

„Margdæmdur ofbeldismaður taggar nauðgaravin sinn“

Umræðan undir þessum pistli Töru er síðan áhugaverð en þar skrifar meðal annarra Sóley Tómasdóttir þetta:

Þessar myndir segja margt. En viðbrögðin enn meira. Og þegar við bætist að maðurinn er margdæmdur ofbeldismaður sem taggar nauðgaravin sinn, þá erum við komnar ansi nálægt botninum. Ég er í alvörunni að fylgjast með ofbeldismanni hæðast að fólki sem reynir að stuðla að friði og mannréttindum í samfélaginu og hóta svo málssókn og tala um börnin sín þegar hann er afhjúpaður og honum mótmælt. Djöfulsins viðbjóður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið