fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Harmleikur í Noregi – Móðir og tvær dætur hennar fundust látnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. október 2017 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fimmtudaginn í síðustu viku fundust 69 ára kona og tvær dætur hennar, 35 og 28 ára, látnar á heimili þeirra í Romsås í Noregi. Talið er að þær hafi látist síðla sumars. Lögreglan segir að engir áverkar hafi verið á líkum kvennanna og að ekki leiki grunur á að þeim hafi verið ráðinn bani.

Móðirin og eldri dóttirin voru fæddar í Afríku en yngri dóttirin fæddist í Noregi. Lögreglan fékk niðurstöður úr DNA-rannsóknum í gær og var þá staðfest að um mæðgurnar væri að ræða. Mæðgurnar eru sagðar hafa haldið sig út af fyrir sig og hafi ekki átt mikil samskipti við annað fólk undanfarin ár.

Lögreglan rannsakar nú þrjár kenningar um hvað gæti hafa orðið konunum að bana. Mögulegar dánarorsakir að mati lögreglunnar eru vannæring, eitrun eða sjúkdómur. Beðið er eftir niðurstöðu krufninga til að hægt sé að úrskurða um dánarorsökina. Norska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni lögreglunnar að hugsanlega hafi mæðgurnar borðað eitraðan mat, til dæmis kjöt, og hafi látist af þeim völdum en ekkert fannst á heimili mæðgnanna sem bendir til þess að svo hafi verið.

Lögreglan er ekki viss um að konurnar hafi látist á sama tíma en telur líklegt að þær hafi látist síðla sumars. Það var lögreglan sem fann lík þeirra eftir að nágrannar í fjölbýlishúsinu höfðu kvartað undan skrýtinni lykt frá íbúð þeirra.
Lögreglan er nú að reyna að kortleggja ferðir mæðgnanna síðustu dagana í lífi þeirra, kanna hvort þær hafi átt í samskiptum við einhverja í gegnum síma eða netið, hvort þær hafi notað greiðslukort og heimabanka eða hitt einhverja.

Frænka mæðgnanna sagði í samtali við Norska ríkisútvarpið að þær hafi lokað sig af frá umheiminum og hafi ekki viljað eiga nein samskipti við annað fólk og þannig hafi það verið síðustu 10 ár. Hún sagðist telja að félagslega kerfið hafi brugðist konunum. Það sé ekki nóg að láta fólk fá peninga, það þurfi að fylgja málum betur eftir. Konurnar bjuggu í félagslegri íbúð en ekki hefur enn komið fram hvort þær fengu bætur eða þjónustu frá sveitarfélaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd